Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 80
78 TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Svona gæti ég haldið áfram lengi, en alt verður að hafa sín endimörk. Óendanlega hefði það samt verið ginnandi, að fylgja þeim heiðabú- um eftir, sem þaðan komust lifandi á brott. En, eins og Kipling sagði, þá er það önnur saga. Auk þess koma nöfn margra, sem vestur fluttu, víða við sögu, bæði í bygða- sögu þáttunum og í hinum stærri sögubókum, sem hér hafa verið rit- aðar. Þessum bókum fylgja margar myndir góðar ásamt korti af heið- inni. 5. Aldrei gleymist Austurland er safn kvæða og kviðlinga eftir 73 núlifandi austfirska höfunda. Að vísu höfðu tveir dáið, meðan á prentun bókarinnar stóð, sem vek- ur þá hugsun, að skemtilegra hefði verið að hafa þar alla hagyrðinga og skáld frá sama tímabili, lifandi eða dauða, segjum frá byrjun þess- arar aldar. Helgi Valtýsson, kennari, sem er einn af skáldunum, hefir safnað ljóðunum, skrifað formála fyrir bókinni og séð um útgáfuna. Þessi bók er lifandi vottur þess, að hagmælskan er ekki dauð á með- al Austfirðinga enn; þvert á móti sýnist hún standa í meiri blóma en nokkru sinni áður. Annað, sem er eftirtektarvert við þessa bók, er hve mjög ljóðagjörðin virðist liggja í ættum. Hvað eftir annað eru þarna þrír ættliðir hver fram af öðrum. Tökum Erlu skáld- konu, móður hennar, móðursystur, bróður og son. Þá er Gísli Helgason, synir hans tveir og sonarsonur, auk bræðra og systkina af öðrum ætt- um. Hvort hér er um ætterni að ræða eða uppeldisáhrif má lengi þrátta. Hefir það löngum verið þrætuepli mentamanna og uppeldis- fræðinga. Gaman væri að rannsaka þetta nánar. En það er fyrir sér- fræðinga. Um Gísla Helgason er það vitanlegt, að faðir hans og afi orktu hver á sinni tíð, svo þar er um fimm ættliði að ræða í beinan karllegg. Myndir allra skáldanna eru í bók- inni. 6. Gutt. J. Guttormsson, sjötugur Eftir prófessor Richard Beck Þetta er minningargrein um Gutt- orm, þegar hann varð sjötugur, fyr- ir rúmu ári. Mestmegnis bókmenta- legt mat á verkum skáldsins, og ó- spart vitnað í verk hans. Ritað í Dr. Becks alkunna fjöruga og mark- vissa stíl. ☆ Kristján S. Pálsson: Kvæðabók Skömmu fyir jólin í vetur kom þessi bók út á prent. Ekkja skálds- ins kostaði útgáfuna og lét prenta aðeins 200 eintök. Bókin hefði átt það skilið, að öðlast meiri út- breiðslu. En þetta eru nú örlög flestra kvæðabóka. Ritstjóra þessa tímarits var falið að sjá um útgáfu kvæðanna og skrifa inngang að þeim. Verður hennar því eigi meira getið hér. En í þess stað birtist inn- gangurinn hér á eftir, eins og hann er í bókinni. G. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.