Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 23
TVEIR MIKLIR ISLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
21
hverjar hann uppskar að launum
200 króna sekt ídæmda af íslensk-
um rétti, vegna þess að hann hafði
talað þar af of lítilli virðingu um
þjóðhöfðingjann Hitler.
Refskák auðvaldsins (1939) var
kver með þrem greinum, skrifuð-
um til þess að skýra „friðarsáttmál-
ann“ fræga milli þeirra Stalins og
Hitlers 1939. Kvaðst Þórbergur
mundu hengja sig, ef Stalin færi
með her inn á Pólland til þess að
hjálpa Hitler. Þegar Stalin fór með
her til Póllands, gerðu andskotar
Þórbergs óp að honum og vildu, að
hann stæði við orð sín. Þórbergur
svaraði með „Henging mín“, og er
Tíminn kallaði hann kommúnista,
var svar hans „I grasgarði for-
heimskunarinnar“. Þar segir svo
meðal annars:
„Ég er ekki og hef aldrei verið
kommúnisti, þó að ég hafi einu sinni
sagt það öfugmæli á prenti, að ég
væri bæði sósíaldemókrat og komm-
únisti. Mig hefir ævinlega greint á
við kommúnista um ýmsar starfs-
aðferðir þeirra (t. d. dauðarefsing-
ar).
Ég er ekki kommúnisti. En ég er
sósíalisti. 1 raun réttri er ég sósíal-
demókrat, sem ekki hefir verið
keyptur til að svíkja sósíalismann.
En framar öllu er ég þó það, sem
best ritaða blað Framsóknarflokks-
ins kallaði mig í þá gömlu og góðu
daga, þegar alt var betra en íhaldið:
),Djarfasti þjónn sannleikans, sem
nú er uppi með þjóðinni“ (Daaur
26. nóv. 1925).
Þórbergur hefir ekki birt annað
í bókarformi um stjórnmál en þenna
Pésa. En margar fleiri greinar hef-
ir hann skrifað í blöð og tímarit og
Þórberg'ur Þórðarson, eftir málverki
þá víst venjulega fylgt sósíalistum
(kommúnistum) að máli (t. d. „Op-
ið bréf til þeirra, sem þrá að vita“
í Þjóðviljanum 31. mars—3. júní
1946, sem ég hef því miður ekki séð).
Enga dul hefir Þórbergur dregið
á það, að hann hefir verið á móti
því, að Ameríkumönnum væru leyfð
fríðindi á Keflavíkurflugvelli og
andstöðumaður hefir hann verið
Atlantshafssambandsins, eigi ein-
ungis af þjóðræknisástæðum, held-
ur af því að hann telur það sett til
höfuðs vörðum hins austræna „lýð-
ræðis“, sem hann, þrátt fyrir galla
þess, tekur fram yfir vestræna lýð-
ræðið (sbr. Tímarit Máls og Menn-
ingar 1945, 173—80; 1949, 54—58).
Næst á eftir þessu pólitíska kveri
birti Þórbergur sína bestu bók, hina
stórmerku sjálfsævisögu Ofvitinn
I—II (1940—41), framhaldið, eða,
réttara sagt, byrjun og framhald af