Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 53
BORGARVIRKI
51
BORGARVIRKI
séð frá Baufúsi í Víðidal. í dalsbotninum sést Víðidalsá.
sjávarþorpum og bæjum landsins,
sem lokka fólkið úr sveitunum. En
auðvitað er þetta aðeins tímabundið
íyrirbrigði, háð staðháttum og ald-
urfari. Engin hætta er á að varan-
leg fólksauðn verði í hinum fögru
sveitum íslands. Straumur tímans
skilar ýmsum aítur heim, og aðrir
koma í stað þeirra sem ílendast við
sjóinn. En mjög virðist viðburða-
ras samtíðarinnar hefta framgang
þeirrar draumsjónar að „sveitirnar
fyllist, akrar hylji móa“, og brauð
veiti „sonum móðurmoldin frjóa“.
En þótt margt hafi breyst í svip
landsins og háttum þjóðarinnar, er
t>að þó fleira sem stendur óhaggað
°id eftir öld. Árnar renna enn með
sínum skæra silfurlit og þunga nið
eítir sama farvegi að mestu og þær
gerðu er hin fyrsta móðir á Islandi
®ddi sinn fyrsta son. Fjöllin standa
ftieð sínum forna tignarsvip eins og
Pa er hinn týndi sonur fór utan, sem
nu er aftur kominn heim. Örnefnin
eru enn óbreytt. Sögustaðirnir mæla
enn á sína fornu tungu, sumir um
hryðjuverk, eða manndáð, og stund-
um hvorttveggja. Það er eins og
þeir kalli á þá kynslóð sem nú bygg-
ir landið og segi: Við höfum verið
vottar að baráttu þjóðarinnar öld
fram af öld. Aldrei hefir henni liðið
eins vel og nú. Aldrei hefir verið
meiri ástæða en nú til að elska,
treysta, og byggja landið.
Sá sögustaður norðanlands sem
mér var einna starsýndast á, var
Borgarvirki í Húnavatnssýslu. Er
hér um einskonar klettaborg að
ræða, er stendur efst á miðju felli
því er aðskilur Vesturhóp og Víði-
dal þar í sýslunni. Er hvorttveggja
að klettaborg þessi sést í órafjar-
lægð í góðu skygni, og er þangað
er komið gefur þaðan stórfenglegt
og víðfeðmt útsýni yfir mest alla
Austur-Húnavatnssýslu, og einnig
nokkurn hluta vestur sýslunnar, og
lengst suður á öræfi.