Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 54
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Bærinn þar sem ég fæddist og ólst upp fram um tvítugs aldur, stendur á lágum hálsi austan Víði- dalsár, beint á móti Borgarvirki. Var virkið því eitt hið fyrsta sem ég sá í hvert sinn er út var komið í bæj- ardyrnar. I æsku minni var engin tilsögn veitt í átthagafræði eins og nú tíðkast í barnaskólum landsins. En þó var ég ekki gamall að aldri er ég heyrði að einkennileg saga stæði í sambandi við þessa kletta- borg. Að vísu var hana ekki að finna í fornsögunum sem fólkið las á kvöldvökunum í skammdeginu. En hún lifði á vörum manna í sveitinni. Sagan er í stuttu máli á þessa leið: Um aldamótin 1000 var uppi mað- ur nokkur á íslandi er Styr hét, og bjó að Hrauni í Borgarfirði. Hann var illmenni mikið og ójafnaðar- maður, en ríkur að fé og frændum. Jafnaði hann oftast sínar mörgu sakir með öxinni, og var því nefnd- ur Víga-Styr. Hann féll um síðir við lítinn orðstír fyrir ungum sveini sem hann hafði svívirt með því að gefa honum grátt lamb í skaðabæt- ur fyrir föður hans, sem Styr hafði vegið. Ummæli sveinsins, er hann vóg Styr urðu að einskonar spak- mæli, sem enn lifir með alþýðunni: „Nú launaði ég þér lambið gráa“. Þenna talshátt notuðum við dreng- irnir í sveitinni er við þóttumst hafa náð okkur niðri hvorir á öðrum, löngu áður en við vissum hvernig hann var til orðinn. Út af vígi Styrs spunnust langar deilur og mikil vígaferli. Leiksvið þeirra viðburða færðist víða um land, einnig til Nor- egs og jafnvel alla leið suður í Mikla- garð. Er ekki ástæða til að rekja þá viðburði hér. En lokaþáttur þessar- ar fornu harmsögu fer fram í og við Borgarvirki, tíu árum eða lengur eftir dauða Styrs. Forystumennirnir í þessum síð- asta þætti eru þeir Illugi svarti, frændi Styrs, og Barði Guðmunds- son frá Ásbjarnarnesi. Sótti Illugi Barða heim í sveit hans með miklu liði, eða um níutíu manns. En þótt Barði væri liðfár var hann ekki ó- viðbúinn. Hann hafði lengi átt von þessarar heimsóknar, og hafði valið sér klettaborgina, sem síðan ber nafnið Borgarvirki, að vígi. Hefir vígi þetta verið að nokkru sjálfgert frá náttúrunnar hendi, en Barði og menn hans hafa unnið þar mikið stórvirki með því að hlaða í skörðin að austan og sunnan milli hárra þverhníptra hamra. Prófessor Björn M. Olsen, sem á sinni tíð rannsak- aði virkið með vísindalegri ná- kvæmni, telur að Barði og menn hans hafi varið til endurbóta virk- isins, til grjóthleðslu og brjóstvarna, að minsta kosti tvö hundruð dags- verkum. En þetta varð nú hið ákjós- anlegasta vígi. I skeifunni, eða kvos þeirri sem er innan virkisins, reisti Barði svo skála, og bar þangað vist- ir. En er honum bárust njósnir af norðurreið Illuga, hélt hann til virk- isins, og var þar kominn er Illuga bar að með lið sitt. Leist Illuga virk- ið rammgjört mjög, og særði hann Barða að ganga úr víginu og berj- ast með drengskap. En Barði mælti: „Ef þú vilt njóta liðs þíns, þá mun ég njóta virkis míns“. Illugi ákveður nú að hefja umsát um vígið, og svelta andstæðingana í hel. Hve lengi umsátin stóð vita menn ekki, en Barði og menn hans báru sig vel, og skeyttu engu háðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.