Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 37
FRÁ ÝMSUM ÁTTUM
inganna. Og væri farið eftir þeirri
sögusögn hans, hlaut karlinn að vera
undir það tvö hundruð ára gamall.
Þrátt fyrir þetta sóttist fólkt eftir
að hlusta á sögur hans, sér í lagi
unglingarnir, sem kölluðu hann
Sinbað.
Þegar mín var vitjað til hans
bjó hann einn í kofaskrífli í sand-
hólunum við norður-kvísl Saskatc-
hewan fljótsins. Sagt var að hann
vildi ekki vera upp á aðra kominn,
og tæki fálega greiða og gjöfum.
Sinbað var því fráleitt hýr í horn
að taka, við heimsókn mína, sem
gerð var án hans vitundar og vilja.
Var hann þá illa haldinn af svæs-
inni andarteppu. Hafði ekki getað
lagt sig út af í tvo sólarhringa, og
hýmdi í stól allan þann tíma. Eftir
holdgjöf af epinefrin, létti honum
von bráðar, svo að hann varð vei
málhress og komst á kreik. Mér
hraus hugur við ástandi og ástæðum
mannsins, og að vita hann þarna
einmana og alslausan. Þóttist viss
um að kvilli hans stafaði af blóm-
dufti illgresis, sem óx í kringum kof-
ann og er algengt á sléttunni; og
réði honum því til að flytja úr hér-
aðinu og setjast að í borg. — Og
áður en nokkurn varði, var Sinbað
allur á burt. Enginn vissi hvar hann
var niðurkominn; og hann var fyr-
löngu fallinn mér úr minni, þeg-
ai’ ég rakst á hann í lestrarsal bóka-
safnsins. Bersýnilega var hann enn
fátækur. En þó föt hans væru slit-
iu og snjáð, var hann nú hreinn og
rakaður og laus andarteppunnar; og
að öllu leyti ólíkur sjúklingnum,
sem ég vitjaði í sandhólunum í
Saskatchewan. Aldrei varð ég þess
35
vís, hvar hann bjó í borginni. Ræð-
inn var Sinbað og vel að sér; en þó
hann hefði frá mörgu að segja,
minntist hann aldrei á hag sinn.
Þannig drógst þá til, að við urð-
um kunningjar — kennarinn, far-
andsalinn, Sinbað og ég. Og ekki
leið á löngu að við mæltum okkur
mót, að kvöldi til, þar sem við gæt-
um rabbað saman í næði. Oftast
komum við saman á heimili kenn-
arans eða farandsalans, því hús
þeirra voru rúmgóð. Þar sátum við
oft og spjölluðum fram á nótt. Sin-
bað var frábitinn því, að rökræða
nokkurt málefni. í stað þess var
hann ætíð reiðubúinn að vitna til
reynslu sinnar, ímyndaðrar eða
raunverulegrar, og varð tilvitnun
hans vanalega að sögu. Þannig kom
hann okkur hinum til; og er mér ó-
ljóst hversu mikið sannleiksgildi
þessi heilaspuni okkar hefir að
geyma. Hitt er víst að hann stytti
okkur stundir og vakti ný umhugs-
unarefni.
Sumar sögur mínar hafði ég áður
skrifað og hafði því lítið fyrTr þeim
í svipinn. Hvort sögur hinna voru
frumsamdar, er mér ókunnugt um.
Eitt atvik bendir til, að svo var ekki.
En það er, að farandsalinn sagði
sögu, sem ég hafði sjálfur samið og
látið prenta fyrir langa löngu. Þetta
hefði að líkindum komið flatt upp
á mig, hefði mig ekki rekið minni
til, að kunningi minn einn hafði
sagt mér að hann hefði snúið sög-
unni á ensku og lesið hana upp á
ársmóti stéttarbræðra sinna. Sjálf-
ur var hann farandsali af íslenskum
foreldrum kominn.
Ég get þessa, svo ritþjófnaður