Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 56
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
fossum og flúðum, ís og eldi, að ó-
gleymdu forðabúri hafsins með
ströndum fram. Þjóðin er glaðvak-
andi, bjartsýn, starfsöm, djörf og
framsækin, — leið hennar liggur til
sigurs.
En hvað líður oss, hér vestra? Á
sumri komanda verður þess minnst
að sjötíu og fimm ár verða senn lið-
in frá því er íslendingar hófu land-
nám sitt hér í Vestur Canada. í þessa
þrjá aldarfjórðunga höfum við set-
ið í einskonar Borgarvirki. Öll þessi
ár höfum vér verið umsetnir af fjöl-
mennari, og um flest öflugri þjóð-
um en vér erum. Það hefir vissu-
lega verið mjög vingjarnleg umsát
á allan hátt, og vér höfum hlotið
margvíslegan stuðning jafnvel frá
hérlendum mönnum í baráttunni
fyrir þjóðerni voru. Mikill fjöldi
manna hefir líka þegið veisluboðið
utan virkisveggjana, og hafa horfið
með öllu í þjóðahafið. En samt er
vænn hópur eftir í virkinu eftir sjö-
tíu og fimm ár. Margir ágætir for-
ingjar hafa staðið á brjóstvörnum
þess, starfað af eldmóði, og dáið með
sæmd. En hvað er framundan? Jú,
vér vitum að umsátinni hlýtur að
lúka aðeins á einn veg að lokum.
Spursmálið er aðeins: Hvenær? Er-
um vér nú á þessum tímamótum
líkt á vegi staddir og Barði í Borg-
arvirki, að vér séum um það bil að
kasta út mörsiðrinu, þjóðernislega?
Munum vér, áður lýkur land-
námssögu vorri hér í landi, reisa
sjálfum oss einhvern þann minnis-
varða, byggja það Borgarvirki, að
menn megi sjá, eftir þúsund ár, að
hér hafa íslendingar dvalið, staðið
saman og starfað að hugðarefnum
sínum uns yfir lauk?
Nei, vér verðum ófúsir að kasta
út mörsiðrinu enn um langan aldur,
heldur segjum með Barða: „Ég vil
njóta virkis míns“.
•r.
Ef ant þú heitt—
Ef ant þú heitt þeim manni, sem elskar heiðið blátt —
þann undravíða, bjarta silfur-rann —
þá verður þú að læra, að lyfta þér eins hátt,
og leita sama takmarks eins og hann.
Stýf aldrei þínar fjaðrir, þótt hefti hversdags önn
og heimur freisti út í soll og glaum.
Með dreymandanum fljúgðu yfir hverfulleikans hrönn,
því hann er tengdur þínum ævidraum.
G. J.