Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 34
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA „skrípitröll“ lífsbaráttunnar nái sterkara haldi á annríkum huga en „skógar hugmynda". En hér fór nokkuð á annan veg. Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins hafði ekki lengi ver- ið á fótum, þegar þar fóru að birt- ast ritgerðir, sögur og leikir eftir Jóhannes P. Pálsson. Og þegar skáldið Þ. Þ. Þorsteinsson skömmu síðar fór að gefa út ritið „Sögu“, komu þar ýmist leikir, sögur eða ævintýri. Als hafa verið í þessum tveimur ritum í milli tuttugu og þrjátíu atriði ýmiss efnis eftir Jó- hannes. Með þessu er þó ekki alt talið, því blöðin hafa tíðum flutt raddir frá honum um málefni dags- ins og fleira, því hann lætur sér engin mannfélagsmál óviðkomandi. Þegar „Veislan mikla“ kom og síðar „Vartan“ og fleira sams- konar, hlógum við dátt og sögð- um hver við annan: Hér hafa nýjum háðfugli sprottið væng- ir. — Veislan mikla er ný mynd af dæmisögunni um Brúðkaups- klæðin. Frægum rithöfundi er haldið veglegt gestaboð. Hann kem- ur samt aldrei til boðsins, svo vitan- legt sé. En á meðal boðsgestanna er karlugla, sem allir þekkja, og ekki í veisluklæðum. Honum er því neit- að um inngöngu. Engum hafði dott- ið til hugar, að þessi hversdags- klæddi maður og rithöfundurinn frægi, sem skrifað hafði með dular- nafni, væri einn og sami maðurinn. Vartan er, að mig minnir, um spá- dóm þess efnis, að á meðal mann- anna eigi spámaður mikill upp að rísa, og eigi hann að þekkjast af vörtu á nefinu. Þá fóru allir að þreifa á nefinu á sér, en enginn fann vörtuna. Um það bil, að landarnir fóru smátt og smátt að réttast úr kútnum og taka sér skemtitúra, varð um tíma úr því faraldur, að blöðin flyttu ferðasögur. Sögðu gár- ungarnir, að varla færi nokkur svo á náðhúsið, að hann ekki skrifaði ferðasögu. Þá skrifar Jóhannes hina frægu ferðabók „Hnausaför mín“, sem gerði útaf við ferðasögur svo árum skifti á eftir. Svo koma alvarlegar stoltar sög- ur, eins og Álfur á Borg, sem enginn hló að, og viðkvæmar og innilegar sögur, svo sem „Ása í Sólheimum“ og löngu síðar „Hátt og lágt“, sem hafa snortið mig meira en flest ann- að, sem úr hans penna hefir dropið. Ekki hlógum við heldur að symból- isku leikjunum „Gunnbjarnarsker hið nýja“, þar sem ríkið, kirkjan, auðurinn, tískan og velsæmin leggj- ast á eitt, að stúta sannleikanum, klæða hann í föt lýginnar, svívirða hann og leggja hann í gegn sverði. En hann einn lifir þetta alt, þó allir aðrir tortímist, — eða þá „Svarti stóllinn“, þar sem listmálarinn fórn- ar öllu því, sem honum er kærast fyrir list sína. „Nú ætla ég mér að mála listaverk. Ég er nógu lengi bú- inn að kitla mannshjartað. Nú ætla ég að grípa um það og kreista það, þangað til augun fljóta í tárum —“ segir málarinn, með öllum þeim hryllilegu afleiðingum, sem leiddar eru í ljós í leikslok. En í „Lukt- ar dyr“ bera ástin og mannúðin hærri hlut yfir frægðarorði og sköp- unarþörf frægrar skáldkonu. Ekki má heldur ganga framhjá leiknum „Okkar á milli“, sem er átakanlega vel dregin mynd úr stríðinu eða öllu heldur afleiðingum þess. Jóhannes er umfram alt húman- isti í öllu sem hann skrifar. Hann fyllist réttlátri reiði yfir því, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.