Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 47
FRÁ ÝMSUM ÁTTUM
45
dalir voru trúaðir á sína vísu. Eftir
að hafa numið tungu þeirra, sann-
færðist ég um, að góðvilji og glað-
værð þeirra átti rót sína að rekja
til barnslegrar trúarvissu. En hér
fór sem oftar. Það sem manninum
er best gefið, verður honum að falli.
Mandalir fórust vegna trúar sinnar.
Goðasagnir Mandala voru jafn
barnslegar eins og framkoma þeirra
og hugsunarháttur. Eyjan þeirra
var þeim öll veröldin, og við hana
takmarkaðist sköpunarsagan. Haf og
himinn eitt og þrennt í senn: Tím-
inn, eilífðin og almættið. Eða þann-
ig gerði ég mér grein fyrir hugspeki
þeirra, þó skeð geti, að ég hafi farið
þar fjarri sanni. Dýpstu og innstu
trúarvitund mannsins verður aldrei
gerð full skil í orðum annars, allra
síst þess, sem alist hefir upp við
óskyldan hugsunarhátt. Ef til vill á
þessi vanmáttur tungunnar sök á
því, að mennirnir leitast við að
tákna leit sína og þrá til að nálgast
guðina, með sýnilegum og áþreifan-
legum hlutum og helgisiðum, sem
reynast því marklausari sem skyn-
semin þroskast og tungan auðgast.
Mandalir trúðu á vissar tegundir
trjáa og jurta. Auk þess voru allar
vatnsuppsprettur þeim helgar, og
voru strangar reglur settar hvernig
umganga skyldi öll vatnsból. Og
mun sú reglugerð hafa átt einhvern
þátt í, hversu heilsugóðir þeir voru.
Þá voru allir fuglar og dýr friðhelg.
°g meðan ég dvaldi á eynni, sá ég
^kki skorkvikindi tekið af lífi að'
óþörfu, hvað þá æðri skepnu. Líf,
a kvaða stigi sem var, var dýrmæt-
Ur helgidómur.
Einn prest höfðu Mandalir, og bjó
hann einsetu í musterinu. En must-
erið var hinn forni gígur, víð og
djúp skál, fögur, gróin grasi og
kjarri, að undanteknu hinu gínandi
opi gígsins í botni skálarinnar. Við
munnann reis allstór klöpp, sem
prestur stóð við, þegar hann em-
bættaði. Hvort hún var altari eða
prédikunarstóll veit ég ekki. Enda
mun klerki hafa verið ókunnugt um,
hvernig siðaðir menn nota þau
menningartæki. Hið myrka ginn-
ungagap undirdjúpsins var það eina,
sem mér virtist Mandalir hafa beig
af. Er þó óvíst, að hér hafi ótti kom-
ið til greina. Má vera að þeir hafi
verið snertir hrifning og lotning
fyrir þessu náttúruundri, fremur
en hræðslu. Þessar kendir verða
ekki ætíð aðgreindar í sálarlífi
manna sem álítast vera á hærra
menningarstigi en Mandalir. Það
eitt er víst, að hin gínandi undir-
djúp voru þeim heilög; því þaðan
komu þeir og þangað hurfu þeir í
lok jarðvistar sinnar.
í upphafi flaug eldguðinn með
hina fyrstu foreldra upp úr þessu
djúpi myrkranna, á leið út í eilífð-
ina. En er þau litu fegurð og frið-
sæld eyjarinnar, sárbændu þau guð-
inn um að fá að dvelja þar um hríð.
Varð hann við bón þeirra, og flaug
einn út í geiminn. En svo ann hann
hinum fyrstu foreldrum og niðjum
þeirra, að í stað þess, að hverfa þeim
sjónar um aldur og ævi, rís hann úr
hafinu á hverjum morgni til að lýsa
þeim og vernda og blessa eyna, uns
kvöld er komið. Þannig var gígur-
inn tengdur eilífðinni, og um hann
lá vegur, sem eldguðinn einn rat-
aði.
Þegar Mandalir kvöddu þennan
heim voru hinar jarðnesku leifar