Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 64
Ljóðskáldið Jakob Jóhannesson Smári
sextugur
Eftir prófessor Richard Beck
Jakob Jóhannesson Smári rithöf-
undur varð sextugur síðastliðið
haust. Var þeirra tímamóta í ævi
hans að sjálfsögðu getið að nokkuru
í íslenskum blöðum, en þó eigi von-
um fremur, jafn ágætt ljóðskáld og
hann er, að ógleymdum öðrum rit-
störfum hans. Mun það og mála
sannast, að þó að hann eigi marga
aðdáendur meðal ljóðavina fyrir
hreina ljóðsnild sína, þá mun hann
vart almennt metinn að verðleikum
sem ljóðskáld, vegna þess, að hann
er einn af hinum hógværu í landinu
í lífi og list. En því er nú einu sinni
þannig farið, bæði í þjóðlífinu og
bókmenntunum, að fjöldi manna
lætur háreystina og stóryrðin villa
sér sýn, og sést að sama skapi yfir
þá snild, sem felst í verkum hinna
hóglátari rithöfunda og skálda, sem
temja sér öðru fremur listrænt frá-
sagnarform og fágaðan ljóðstíl.
Vissulega er arnsúgurinn aðdáunar-
verður og hrífur hugann með sér, en
svanakvakið og þrastarsöngurinn
eiga líka fullan rétt á sér í ríki ljóð-
listarinnar.
I.
Jakob Jóhannesson Smári er fædd-
ur 9. október 1889 að Sauðafelli í
Miðdölum í Dalasýslu. Foreldrar
hans voru hinn kunni málfræðingur,
séra Jóhannes L. L. Jóhannsson,
Tómassonar, og Steinunn J. Jakobs-
dóttir, prests Guðmundssonar. Báðir
afar Smára, prestarnir Jóhann
Tómasson og Jakob Guðmundsson,
voru hagmæltir vel, en Vatnsenda-
Rósa var langömmusystir hans
(systir Guðrúnar, móður séra Jak-
obs). Smári ólst upp hjá foreldrum
sínum til fimm ára aldurs, en var þá
tekinn í fóstur af hjónunum Þor-
steini Daðasyni og Katrínu Jónsdótt-
ur á Þórólfsstöðum í Miðdölum. Var
hann þar í þrjú ár, uns fóstri hans
dó, en þá fór hann með fóstru sinni
að Sauðafelli, til Björns sýslumanns
Bjarnasonar, og var þar árlangt, en
þá kom fóstra hans honum til frænda
hans séra Jóns Árnasonar í Otradal í
Arnaríirði, og hjá honum var hann
í þrjú ár og lærði þar undir skóla.
Kostaði fóstra hans hann í skóla, og
telur hann sig eiga henni mikið að
þakka. Var hún komin undir sext-
ugt, þegar hún tók hann, en andað-
ist 1928 á tíræðisaldri (f. 1836); hafði
hún og alið upp tvö börn önnur en
Smára, og tók hún þau af fátækum
foreldrum.
í lærða skólann í Reykjavík kom
Smári 1902 og útskrifaðist 1908 með
1. einkunn; hafði hann þó lesið 3.,
5. og 6. bekk utanskóla. Síðan sigldi
hann til Kaupmannahafnar haustið