Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 64
Ljóðskáldið Jakob Jóhannesson Smári sextugur Eftir prófessor Richard Beck Jakob Jóhannesson Smári rithöf- undur varð sextugur síðastliðið haust. Var þeirra tímamóta í ævi hans að sjálfsögðu getið að nokkuru í íslenskum blöðum, en þó eigi von- um fremur, jafn ágætt ljóðskáld og hann er, að ógleymdum öðrum rit- störfum hans. Mun það og mála sannast, að þó að hann eigi marga aðdáendur meðal ljóðavina fyrir hreina ljóðsnild sína, þá mun hann vart almennt metinn að verðleikum sem ljóðskáld, vegna þess, að hann er einn af hinum hógværu í landinu í lífi og list. En því er nú einu sinni þannig farið, bæði í þjóðlífinu og bókmenntunum, að fjöldi manna lætur háreystina og stóryrðin villa sér sýn, og sést að sama skapi yfir þá snild, sem felst í verkum hinna hóglátari rithöfunda og skálda, sem temja sér öðru fremur listrænt frá- sagnarform og fágaðan ljóðstíl. Vissulega er arnsúgurinn aðdáunar- verður og hrífur hugann með sér, en svanakvakið og þrastarsöngurinn eiga líka fullan rétt á sér í ríki ljóð- listarinnar. I. Jakob Jóhannesson Smári er fædd- ur 9. október 1889 að Sauðafelli í Miðdölum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hinn kunni málfræðingur, séra Jóhannes L. L. Jóhannsson, Tómassonar, og Steinunn J. Jakobs- dóttir, prests Guðmundssonar. Báðir afar Smára, prestarnir Jóhann Tómasson og Jakob Guðmundsson, voru hagmæltir vel, en Vatnsenda- Rósa var langömmusystir hans (systir Guðrúnar, móður séra Jak- obs). Smári ólst upp hjá foreldrum sínum til fimm ára aldurs, en var þá tekinn í fóstur af hjónunum Þor- steini Daðasyni og Katrínu Jónsdótt- ur á Þórólfsstöðum í Miðdölum. Var hann þar í þrjú ár, uns fóstri hans dó, en þá fór hann með fóstru sinni að Sauðafelli, til Björns sýslumanns Bjarnasonar, og var þar árlangt, en þá kom fóstra hans honum til frænda hans séra Jóns Árnasonar í Otradal í Arnaríirði, og hjá honum var hann í þrjú ár og lærði þar undir skóla. Kostaði fóstra hans hann í skóla, og telur hann sig eiga henni mikið að þakka. Var hún komin undir sext- ugt, þegar hún tók hann, en andað- ist 1928 á tíræðisaldri (f. 1836); hafði hún og alið upp tvö börn önnur en Smára, og tók hún þau af fátækum foreldrum. í lærða skólann í Reykjavík kom Smári 1902 og útskrifaðist 1908 með 1. einkunn; hafði hann þó lesið 3., 5. og 6. bekk utanskóla. Síðan sigldi hann til Kaupmannahafnar haustið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.