Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 72
Séra Halldór Einar Johnson
Mánudaginn, 9. janúar, barst sú
óvænta fregn hingað vestur að dag-
inn áður, sunnudaginn, 8. janúar,
hefði farist í sjóslysi ásamt níu
mönnum öðrum, séra Halldór E.
Johnson, löngum prestur hér vestra
og um tímabil ritari Þjóðræknisfé-
lagsins, eða á árunum 1945—1949.
Á meðan að hann var embættis-
maður félagsins reyndist hann
starfsmaður hinn besti, með áhuga
miklum fyrir málum þess. Hann
unni öllu sem íslenskt var og fylgd-
ist vel með flestum nútíðarmálum
heima á ættjörðinni. Það var heit-
asta þrá hans, að geta komist heim
til íslands og séð gamla landið aftur,
því meira en fjörutíu ár voru liðin
síðan að hann kom þaðan ungur
maður, til að setjast að hér í Vestur-
heimi.
Það tækifæri veittist honum s.l.
sumar, og urðu allar vonir hans upp-
fyltar í þeirri heimför. Af bréfum,
sem hann skrifaði vinum sínum hér
vestra, mátti skilja, að aldrei hefði
honum fundist ævisól sín skína
bjartari eða fegri en á þessum fáu
mánuðum, sem hann dvaldi heima
á íslandi, meðal ættmenna, vina og
kunningja. Meðal hinna síðustu
hlutverka, sem hann leysti af hendi
og sem honum hefir verið mikil á-
nægja að geta gert, var, að hann
flutti kveðjur Vestur-lslendinga til
íslendinga heima fyrir á fundi Þjóð-
ræknisfélagsins í Reykjavík. Það
var á leiðinni frá Reykjavík til Vest-
mannaeyja, og e. t. v. öðrum sam-
komum, að slysið vildi til, sem varð
honum að bana ásamt skipshöfninni
og tveimur farþegum auk hans. En
í Vestmannaeyjum hafði séra Hall-
dór tekið að sér kennarastörf.
Æviatriða séra Halldórs er getið
í Sameiningunni í 11. tölublaði 32.
árgangs, í ritgerð sem hann samdi
sjálfur, er hann vígðist til prests,
og í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar
fyrir árið 1930, auk blaðanna ís-
lensku í Winnipeg, er þau mint-
ust hans í fréttagrein um sjó-
slysið sem hann fórst í. Þau
verða því ekki endurtekin hér,
en þess aðeins minst, að hann var
Skagfirðingur að ætt, fæddur á Sól-
heimum í Blönduhlíð 1 Skagafirði