Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 29
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
27
ate Dead“, ennfremur að í undir-
búningi væri ljóðasafn ýmissa gef-
ið út á þenna hátt.
Ekki lætur Þórbergur annars
mikið yfir þessum ljóðum sínum,
enda eru þau víst ekki öll merki-
leg. Þó má ekki gleyma því, að þar
sem honum tekst upp, þá vinnur
hann í þeim sama verk fyrir íslenska
ljóðagerð, sem hinn frægi Nóbels-
verðlaunamaður T. S. Eliot og fé-
lagar hans gerðu fyrir engilsaxnesk-
an kveðskap, en það var uppreisn
gegn stöðnuðu formi; realismi í
ljóði í stað rómantíkur, bersögli í
stað áferðarfagurs yfirdrepsskapar,
daglegt mál í stað skáldamáls, hvers-
dagsleg í stað háfleygra yrkisefna.
Og ekki munaði miklu á tímanum,
þegar þessi uppreist gerðist á Is-
landi (1915) og í heimi Engilsaxa,
þótt hvorugir vissu af öðrum.
Annars gat Þórbergur ort vel í
gömlum stíl, þegar hann vildi það
við hafa, — t. d. þegar honum lá á
að yrkja til kærustunnar sinnar,
sem ekki var með á þessum nýmóð-
ins nótum hans.
Eftir þessa skemtilegu Eddu-
ntgáfu sína vendi Þórbergur sínu
kvæði í kross og skrifaði nú tvær
ttjög svo ómateríalistiskar og ó-
kommúnistískar bækur um anda-
°g draugatrú: Indriða miðil (að
mestu eftir sögnum Brynjólfs org-
anista Þorlákssonar, (1942) og Við-
fjarðarundrin (1943).
^að var Indriði miðill, sem árið
1905 setti, fyrst Reykjavík og síðan
alt landið á annan endann með mið-
bskúnstum þeim og kraftaverk-
um, er leikin voru í sambandi við
hann, að þeim tilraunamönnunum
E. H. Kvaran, sr. Haraldi Níelssyni,
Guðmundi lækni Hannessyni, o. fl.
o. fl. áheyrandi, áþreifandi og ásjá-
andi. Svo mikið líf var í Indriða
þessum — sem þeir tilraunamenn
víst með réttu töldu einn hinn mesta
miðil sem sögur fóru af — að and-
arnir töluðu eigi aðeins í gegn um
hann, heldur sýndu sig og í ýms-
um myndum, gerðu sig áþreifan-
lega, fluttu þungavöru eins og org-
elið, sem Brynjólfur sat við, upp
undir loft í húsinu, og transporter-
uðu að lokum Indriða sjálfum úr
einu húsi í annað. Frásögn þeirra
Brynjólfs og Þórbergs af þessum
undrum öllum er bæði spennandi
sem draugasaga, enda það eina sem
ritað hefir verið í bókarformi um
þessa reimleika, sem urðu svo stór-
merkilegir í menningarsögu íslands.
Viðfjarðarundrin hafa það sér til
ágætis, að þar er sögð saga drauga-
gangs á bæ einum um samfleytt
þriggja alda skeið eða meir. Telur
Þórbergur slíka kroníkubók ein-
stæða í draugasagnasöfnum lands-
ins, og má það satt vera. Nálega
helmingur bókarinnar fjallar um
Viðfjarðar-Skottu, og mættu ókunn-
ugir ætla að hún hefði borið ægis-
hjálm yfir draugunum í Viðfirði. Og
það gerir hún að vísu, en ekki vegna
þess að hún sé afturganga, því þetta
er spil-lifandi telpa, bróður-dóttur-
dóttir Dr. Björns frá Viðfirði, og
mjög í ætt hans um greind og gáf-
ur. En það er einróma álit þeirra
er vit hafa á, að betri mannlýsingu,
hafi Þórbergur ekki fært í letur en
söguna um Viðfjarðar-Skottu þessa.
Aðrar þjóðsögur í bókarformi mun
Þórbergur ekki hafa birt á þessum
árum. En 1939 kom út eftir hann
flokkur þjóðsagna í Fálkanum
(7. apr.—1. des.).
Einhverntíma á þessum árum hef-