Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 87
ÞINGTÍÐINDI
85
og færist fram aö enn nýrri takmörkum.
Á hinu liöna ári hafa framkvæmdir fé-
lagsins veriö eftir öllum vonum á flest-
um sviöum. Árangurinn í sumum tilfell-
um hefir veriö meiri og happasælli en
vér geröum okkur vonir um, og I öðrum
tilfellum hefir hann verið minni en vera
skyldi. Ég vil drepa á það, sem hefir
gerst, minnast þeirra hluta, þar sem fram
kvæmdir uröu færri en til var ætlast,
benda ef til vill á það, sem bíður oss í
framtíðinni og hvetja svo þingið til starfs,
með það í huga að margt bíður oss enn
að vinna að. Ekki vinnum vér öll vor
verk á einu ári, en gerum tilraun til að
ná einu takmarki í senn, og stefna svo
að hinu næsta. Þess vegna, þð að öllum
takmörkum væri ekki náð á liðnu ári,
þá eru önnur ár framundan og önnur
tækifæri. Með því megum vér byrja þri-
tugasta og fyrsta ár Þjððræknisfélagsins
með nýjum áformum og nýjum fram-
kvæmdum.
Byggingarmál
Meðal þeirra mála, sem biða e. t. v.
framtíðarinnar til framkvæmdar er bygg-
ingarmálið. Skýrsla var samin á þinginu
í fyrra og samþykt, sem fðl stjórnar-
nefndinni málið til íhugunar, og milli-
binganefnd var skipuð. Á nefndarfundi
var samþykt að komast I bréflegt sam-
band við önnur íslensk félög hér í bæ til
a.8 leita upplýsinga um fjárhagslegan
Þátt, sem hvert féiag sæi sér fært að
taka í málinu. pað komu aðeins tvö bréf
til baka, en hvorugt félagið sem svaraði
sagðist geta veitt nokkurn styrk til má'.s-
ins. Með því lagðist málið í dá og liggur
enn, nema að þingið vilji vekja það upp
aftur.
Fi'a'ðslumál
Á þinginu í fyrra, samkvæmt fræðslu-
málanefndarálitinu, átti tilraun að vera
Serð til að halda uppi fræðslumálastarf-
seminni á komandi ári eins og hafði verið
Sert á hinu liðna ári, með umferðar
fræðslumálastjóra til að skipuleggja starf-
semina og vekja upp áhuga fyrir þjóð-
t'æknismálum þar sem að þau höfðu lagst
> dá. Mrs. H. P. Danielson hlaut mikið
lof fyrir starfsemi sína I þessu sambandi.
Állar skýrslur deilda, sem hún hafði
þjálpað á einhvern hátt, fóru lofsamleg-
um orðum um starf hennar. Á þinginu
'ýsti hún þvl yfir, að hún efaðist um að
bún gæti haldið starfinu áfram, en þó
heimsótti hún deildina „ísland“ s.l. júní,
og tók annan þátt I fræðslu og útbreiöslu-
starfi félagsins. En I haust þegar tekið
var til starfa aftur eftir sumarfríið var
stjórnarnefndin hálf hikandi um hvort
hún ætti aftur að fara þess á leit við
Mrs. Danielson, um að taka starfið að
sér, og þegar að lokum nefndin kom sér
saman um að leita til hennar, var haust-
ið orðið áliðið og lítill tlmi til jóla, og
hún var búin að binda sig við annað
hér I bænum. Þess vegna hefir ekkert orð-
ið af fræðslustarfsemi meðal deilda af
hálfu stjórnarnefndarinnar, en auðvitað
hafa deildir haft frjálsar hendur til að
koma á stofn, hver hjá sér, hvaða fræðslu
starfsemi sem hver hefir fundist eiga
best við. Deildin „Brúin'1' I Selkirk t. d.
réðist I það að kenna börnum og full-
orðnum söng, og hefir nú undanfarið
haft reglulegar söngæfingar 1 sambandi
við deildarstarfsemina I hverri viku. Söng-
stjóri hefir verið Gunnar Erlendson, sem
deildin pantaði héðan frá Winnipeg, og
gerði samninga við. Mér skilst að deildin
I Mountain, N. D„ „Báran" hafi einnig
haft fræðslustarfsemi með höndum. 1
Riverton hafa nokkrar konur haldið uppi
lestrar- og fræðslufundum — (Study
Groups) um íslensk fræði og önnur mál,
sem þær tóku upp undir leiðsögn Mrs.
Danielson I fyrra.
Hér I Winnipeg er skólahald á hverjum
laugardagsmorgni I Pyrstu Sambands-
kirkju undir umsjón Þjóðræknisfélagsins,
og Islenskir söngvar kendir. Þrír kennarar
hafa það starf með höndum, með hjálp
og aðstoð hins fjórða, Mrs. Ingibjargar
Johnson, sem var formaður skólans I
mörg ár. Pormaður skólans I vetur hefir
verið Miss Salome Halldórson, sem mik-
inn áhuga hefir haft fyrir kenslunni og
hefir leyst verk sitt vel og samviskusam-
iega af hendi. Meðkennarar hennar eru:
Miss Stefanía Eyford og Mrs. E. H. Sig-
urdson, sem einnig eiga þakkir skilið.
Miss Ruth Horn hefir hjálpað með þvi
að spiia undir á píanó þegar verið er að
æfa söng.
Slðastliðið vor hélt skólinn ágæta sam-
komu 1. mal, I Pyrstu lútersku kirkju
á Victor St„ þar sem skólahaldið var I
fyrra, með ágætum árangri. Meðal þeirra,
sem sáu um samkomuna, sönginn, leik-
ina og fleira voru, Mrs. Ingibjörg John-
son, Mrs. Violet Ingjaldsson og ungfrú
Katrín Brynjólfsdóttir. — Mrs. Hólmfriður
Danielson sá um sönginn aðallega. Þar