Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 61
Þ. Þ. ÞORSTEINSSON, SJÖTUGUR
59
sín þreytt og vonsvikin og hættir —
gefst upp. Að leitinni endaðri lýk-
ur skáldið kvæðinu á þessa leið:
„Flý ég heirn í forna rúmið,
ferlegt þar sem tjaldar skúmið;
sólargeisla hylur húmið,
horfin — búin öll mín leit, —
þar um enginn, enginn veit.
Flý ég heim í forna rúmið,
finn ég á þar heima.-------
Gott er að gleyma“.
í þessu kvæði lítur skáldið dökk-
um augum á lífið og tilveruna. En
Þorsteinn lítur þau margs konar
augum. Þetta kvæði orti hann lið-
lega tvítugur og það gat ekki dul-
ist þeim, sem það lásu að hér var
maður á ferð, sem var efni í meira
en hagyrðing. Kvæðið „Órar“ ber
með sér viðkvæmni hins unga
manns, sem á það eftir að harðna og
fyllast krafti til þess að berjast. í síð-
ari kvæðum sínum hefir skáldið öðl-
ast þann styrkleika og þá yrkir hann
meðal annars kvæðið „Lífsbarátta“.
Þar ber hann fram hvorttveggja:
eggjun og ásökun. Skáldið eggjar
hina þrælbundnu til þess að slíta
eða brjóta af sér þrældómshlekkina,
en mitt í þeirri eggjun liggur við
að örvæntingin nái yfirhönd vegna
þess, hvílíkar rolur honum finst
fólkið vera, þegar til þess kemur
að krefjast fulls frelsis, og hann
hrópar í vonleysi:
»0, lýður! Ó, lýður! — sjá, Ijós
brýst þinn stig!
Hví lýsturðu’ ei hlekkina’ í mola? —
En til hvers er annars að tala við þig,
þú trúgjarna, margþjáða rola?“
Skáldið á mörg kvæði stórfengi-
^eg og andrík, einmitt í svipuðum
anda og þetta. Hér er eitt erindi úr
hinu mikla kvæði sem hann flutti
á „Frónsmóti“ 1943 í sambandi við
stríðið:
„Ei skal höggva!’ hrópa Snorrar
állir:
Höggva skal!‘ er blinda valdsins
svar,
þess er reisti þjóðadrambi hallir,
þjóðarlesti óf í stjórnarfar.
Þess er skifti heimi í herra og þrœla,
höfuðþjóð og réttdrœpt sláturfé.
Þess er dýpst í ánauð alt vill bæla,
alla festa’ á sama gálgatré“.
Hér eru tónar skáldsins alvarleg-
ir og ásakandi. En hann á líka aðra
tóna hrífandi og hugljúfa. 1 stuttri
ritgerð er ekki hægt að gera skáld-
inu skil; til þess þyrfti að skjóta inn
hverju kvæðinu eftir annað, sem
sýni það hvernig farið er með mis-
munandi yrkisefni. En það er ekki
hægt hér. Samt langar mig til þess
að benda á eitt kvæði, sem Þor-
steinn orti um Sveinbjörnsson tón-
skáld látinn og taka það hér upp í
heild; það eru aðeins fjögur stutt
erindi. Fegurstu kvæði sumra skálda
eru einmitt erfiljóð eða eftirmæli,
eins og t. d.:
„Dauðinn er lækur en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á“,
o. s. frv.
Þetta er líka eðlilegt; við þau
tækifæri vakna hinar dýpstu og við-
kvæmustu tilfinningar, sem manns-
sálin á. Kvæðið er þannig:
„Tónbylgjan háa hneig að þagnar-
ströndum,
hörpunnar strengir sungu’ út gengin
spor.
Guð vorn í söng þú geymdir úti’ í
löndum —