Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 68
66 TiMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þegar orðinn í meðferð þess fágaða ljóðaháttar, sem hefir haldið áfram að vera eftirlætisbragarháttur hans og hann hefir tamið sér og fágað með aukinni snild, þangað til hann er orðinn viðkvæmt og margstrengjað hljóðfæri í höndum skáldsins. En sögulegu kvæðunum í þessu fyrsta ljóðasafni hans, þó orðhög séu, er of þröngur stakkur sniðinn í hnit- miðuðu sonnettuforminu. Yfir ástakvæðunum í bókinni hvílir yndisþokki, ljóðræn og hrein fegurð; þau láta lítið yfir sér, eru blessunarlega laus við glamuryrði, en innileikinn að því skapi meiri. Margar prýðilegar stökur, formfagr- ar og hugsun hlaðnar, eru einnig í safninu, og bera alt í senn vitni Ijóð- rænni gáfu höfundarins, smekkvísi hans og íhygli. En samfara ríkum hæfileika hans til þess að bregða upp skörpum og litauðugum myndum, er síðar mun nánar vikið að, gætir dulhneigðar hans um annað fram í þessum kvæðum; djúp sálræn kend, óró hins leitandi anda, svipmerkir þau, og lýsir það sér hvergi betur en í upp- hafskvæðinu, „Hillingum“, um undraeyjarnar „Waak-al-Waak“, sem rísa úr móðu fjarlægs sjóndeild- arhringsins og seiða til sín huga skáldsins með ómótstæðilegum töframætti sínum. Þau einkenni skáldsins, sem að ofan getur, koma fram í enn ríkara mæli í næstu kvæðabók hans, Hand- an storms og strauma (1936). Þeim, sem kjósa stormahvin og sverðagný í ljóði, verður hún vafalaust lítið að skapi; en hinum, sem hugstæð eru dýpri rök lífsins og unna þýð- um kvæðum og fögrum, mun hún kærkomin lestur. Heiti hennar er ágætlega valið, því að þau lönd, sem skáldið fer einkum eldi, liggja langt fyrir utan og ofan dægurþras og háreysti hversdagslífsins. Þessi ljóð hans eru lengstum kliðmjúkir ómar og hugrænir frá heimi kyrðar og friðar, á himni, hauðri og hafi. Þau eru tónar frá hörpu hrifnæms og dulskynjandi skálds, sem heyrir „þagnaðar raddir“ tala til sín á ný „tryggheilög mál, er þreyttum huga fróa“, og sér eilífðina brosa við aug- um, eins og í ljúfum draumi, „hand- an við æstan endanleikans straum“. Skáldið sýnir það með þessum ljóð- um, að hann getur djarft úr flokki talað, þegar hann segir: „Og tilveran á eilífan auð til handa þeim, sem ekki skortir sýn inn í hennar dúlda geim, — en leyndardómur alheims í hverju blómi hlær að hroka spekinganna og þeirra visku frá í gær“. Þessi kvæði eru, sem áður, jafn hugþekk að formi og efni. Skáldið hefir óvenjulega glögt auga og næm- an smekk fyrir litum og litbrigðum, og hnitmiðar orð sín svo, að þau verða tíðum g'lögg mynd hugtaksins og falla eðlilega inn í bragarháttinn. Kvæði hans eru auðug að lýsingum, sem vitna fagurlega um það, hversu snjall málari hann er í orðum; þann- ig lýsir hann sumardegi: „Hádagsins móða hvílir yfir löndum. Hitinn er þungur yfir grænum flóum. Vindarnir sofa sætt i lognsins böndum. Seiðþrunginn ilmur berst frá þýfðum móum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.