Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA 44 að skip okkar fórst. Gungh komst á rekald, og þegar ég var að drukna, náði hann í mig og bjargaði mér. En rekaldið var svo lítið, að það hafði ekki nægilegt flotholt fyrir okkur báða. Á EYJUNNI MANDALI Eftir sögusögn Sinbaðs Þó Mandali sé hvergi merkt á landabréfi, er hún, engu að síður, ein af óteljandi eyjum þeim og hólmum, sem skaparinn hefir dreift um Kyrrahafið. Flestar smærri eyj- arnar eru reistar af orku og efni hinna örsmáu kóralkvikinda. Öðr- um hefir skotið upp yfir hafsflöt- inn, fyrir eldsumbrot neðansjávar, í iðrum jarðar; og eru því ekki ann- að en eldfjöll forn eða ný, sem hærra ber en flöt hafsins. Þannig var Mandali til komin. Er þó erfitt að samrýma fegurð og gróð- ursæld þessarar sægirtu Eden við eldgos og öskufall. Enda mun slíkt ekki hafa átt sér þar stað, frá því aftur í örófi alda og þar til ég dvaldi meðal íbúanna. Um það vitnaði djúpur og gróðurríkur jarðvegur grænna hjalla og hlíða. Aðeins jarð- lögin við ströndina og klettaborg, sem reis upp af barmi hins forna gígs á miðri eynni gáfu til kynna um hamfarir eldguðsins. Að þessari eyju hafði mig borið, sem skipbrotsmann; og dvaldi ég þar hátt á fjórða ár. Hefði aldrei átt þaðan að fara. En hver er sá, sem sjálfur veit nær honum er vel í sveit komið. Manninn dreymir um útópíu hvar svo sem hann er á hnettinum, og þó það heimili hans stæði í sjálfu óskalandinu. Því sé slíkt land á jörðu hér, er það Mandali-ey; og þó hefi ég aldrei þráð neitt meira, en að komast þaðan. Á Mandali leggur náttúran mann- inum alt upp í hendurnar, sem hann þarfnast til lífsviðurværis, án nokk- urrar fyrirhafnar af hans hálfu. Hnetur, rætur, brauðaldini og margskonar aðrir ávextir vaxa þar vilt, í ríkari mæli en víða annars staðar þó ræktað sé. Hörjurtir, þálmaviðarlauf og aðrar trjáteg- undir nægja íbúunum til skjóls, hvort sem kemur til klæðis eða hús- næðis. Þar finnast skeljar af hnet- um og fiskum, eins handhæg ílát eins og húsmæður krefjast. Og bambú-reyrinn er því sem næst ein- hlýtur til þeirra smíða, sem Man- dalir takast á hendur. Öllum þess- um hlunnindum tekur loftslagið fram. Á Mandali er eilíft sumar. Örsjaldan hitar, en aldrei þó sval- ara en svo, að þeim sem vanur er að ganga nakinn, nægi ekki lauf- skýlan. Og þegar skúr sveipar eyna, er eins og mjúkhent móðir vefji barn sitt silki. Mandalir munu tilheyra, eða rétt- ara sagt, hafa tilheyrt Malaya þjóð- flokknum. íturvaxið fagurlimað fólk, fult góðvilja og lífsgleði. Enda var lífið þeim leikur, frá vöggu til grafar. Líkamleg áreynsla, til við- halds góðrar heilsu, var þeim jafn eðlileg og ósjálfráð eins og óvita barninu, sem þjálfar vöðvana með því að ólmast og sprikla allar sín- ar vökustundir. Þeir sungu og döns- uðu, hlupu, stukku og syntu af innri þörf. Og gamalmennin hlóu eins dátt og börnin. Ótta og kvíða þekktu þeir ekki. Jafnvel dauðinn skaut þeim ekki skelk í bringu; því Man-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.