Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 33
ljóðaþýðingar stephans g. stephanssonar
15
kvæði Burns, „Auld lang syne“, er
hann nefnir „Fornar trygðir“ (IV.,
264—65), og nær vel anda og hreim
frumkvæðisins. Ekki verður því þó
neitað, að stórum léttstígari og söng-
hæfari er stæling Árna Pálssonar á
þessum vinsæla samkvæmissöng,
>iGömul kynni“ (íslands þúsund ár.
Kvæðasafn, 20. öld, Reykjavík, 1947).
Loks er eftir Stephan frá 1923
(VI., 73—75); lausleg þýðing, er hann
hallar svo, á kvæði, er nefnist
Lobby Burns” og eignað er honum,
en stendur þó ekki í kvæðabók hans;
eigi að síður, eins og Stephan bendir
a 1 nokkrum formálsorðum að þýð-
lngunni, svipar kvæði þessu, um
efni 0g andhita, mjög til hins
fræga kvæðis eftir Burns: „Þrátt
■fyrir alt og alt og alt“. Það er lof-
söngur hins sjálfstæða manndóms-
n^snns, er á sitt aðalsbréf í sjálfum
Ser> hvað sem líður ytri kjörum.
Lrá sama tímabili, árinu 1921, er
hýðing Stephans á kvæðinu „Til
lerksins“, úr ensku eftir C. P. Gill-
^n^n, en það er bitur ádeila á íhalds-
Seini klerka, þröngsýni og yfirskin
(V., 241—42).
Lru þá næstar í tímaröð þýðingar
^phans úr kvæðum ameríska
?ei’kisskáldsins Oliver Wendell
°lnies, sem eru meðal allra merk-
nstu þýðinga hans, en þær eru
»Lftir-legu lauf“ (IV., 279—81) og
»Lkeljabobbinn“ (IV., 287—88), og
sér báðar skemmtilega sögu.
Hið fyrra var þýtt 1922) en hið gíðara
him þýðingu fyrra kvæðisins fer
nphan þessum orðum í bréfi til dr.
°gnvalds Péturssonar 14. nóvem-
er 1922 (Bréf og ritg., III., 63):
, ” engi hefir mér þótt gaman að
35 * gamla Holmes, síðan ég sá
það fyrst í lesbók latínuskólans í
Albion í Wisconsin. Rasmus garoh
(Björnson) Anderson gaf mér hana.
Hafði verið skólabók hans sjálfs. Það
var á öðru ári mínu í Ameríku, og
ég á skrudduna enn. I gær og dag
þýddi ég kvæðið svona, en það er
nærri óþýðandi, örðugur hátturinn,
og hitt verra, að sökum kynleysu
enskra orða og venjunnar, getur
Holmes karlkennt hvorugkyn að
ósekju, eins og hann gerir, en við
höfum aldrei hugsað lauf svo •—
ekki einu sinni í skáldaleyfi. — Ég
varð því að líkja laufinu til manns,
en ekki manni til laufs, eins og í
frumkvæðinu. En ég hafði samt
meira gaman af því að falla á örðug-
leikanum.11
Aftur víkur Stephan að þessari
þýðingu í bréfi til dr. Rögnvalds 14.
ágúst 1923 (Bréf og ritg., III., 104—
105):
„Verði „Rauðskinna“ mín prentuð,
bið ég þig að breyta kvæðis fyrir-
sögninni „Lengstlafandi lauf“ í
Eftirlegu-lauf. Þú finnur það í Vta
kafla, að mig minnir. Dr. Ágúst
(Bjarnason) sagði það Ijótt orð, og
ég var honum sammála, jafnvel
löngu áður en hann hafði orð á því.
Hann stakk upp á „Hinzta lauf“, en
ég hugsaði það ekki þannig, þó
„bókstaflega“ rétt sé. Seinna sá ég,
að ég hafði sjálfur komizt skár að
orði í sjálfu kvæðinu, fyrstu hend-
ing síðasta erindjs: „Verði ég eftir-
legu lauf“ — það er liðugra en
„Lengstlafandi“ og bendir á það,
sem fyrir kvæðinu vakir, sem sé: að
lifa yfir sig.“
Undir þeirri fyrirsögn er þýðing-
in síðan prentuð í Andvökum, með
þessari skýringu: „Þráður: “The
Last Leaf”, kvæði eftir Oliver Wen-