Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Önnur öfl heldur en umhverfið og fólkið, sem hann „lifði og hrærðist" með, áttu sinn þátt í að móta skáld- ið á æskuárunum, þegar hugurinn er opnastur fyrir áhrifum utan að. Dvöl hans, fyrst hjá móðurföður hans, Gísla Sigurðssyni, og seinna hjá afa hans og nafna, Jakob Thor- arensen, varð honum, að eigin sögn, bæði minnisstæð og ávaxtarík. Gísli var gáfaður fróðleiksmaður og skáldmæltur vel, og hefir Jakob minnst þessa móðurföður síns fagur- lega í kvæðinu „Afaminning“ og lýsir honum meðal annars á þessa leið: Hann mig fyrstu skilningsskref skæddi og leiddi bæði. Sindruðu á tungu sögur, stef, söngvinmál og fræði. Hvílík þekking — þú varst mér þjóð og land og álfa; sýndir meðfram gegn um gler guð og eilífð sjálfa. Á það loft bar ekkert ský: íslands heimamenning dyggan talsmann átti í allri þinni kenning. Jakob Thorarensen, föðurfaðir skáldsins, var á hinn bóginn at- hafnamaður mikill og sterkur per- sónuleiki. Má því líklegt telja, að hann hafi blásið hinu verðandi skáldi í brjóst aðdáun á heillyndi og karlmennsku, en Gísli afi hans, með frásögnum sínum af sögulegum há- karla veiðiferðum, gróðursett í huga skáldsins hugmyndina að hinu aðsópsmikla kvæði hans um það efni. í æsku gekk Jakob, eins og vænta mátti, að algengri sveitavinnu, og sótti einnig sjó, ef svo bar undir. Árið 1905 fluttist hann til Reykja- víkur og hefir verið búsettur þar síðan. Eftir að hafa lokið trésmíða- námi (1910), stundaði hann þá iðn um allmörg ár, sérstaklega húsa- smíði, og farnaðist vel, en hin síðari ár hefir hann helgað sig skáld- skapnum og öðrum ritstörfum. Hann er maður sjálfmenntaður, en víðlesinn bæði í íslenzkum og öðr- um bókmenntum, og hefir aflað ser mikils og merkilegs bókasafns, ekki sízt í íslenzkum fræðum og bók- menntum. Og hinar mörgu og fögru bækur á bókahillunum í vistlegri vinnustofu hans eru þar ekki aðeins til skrauts; þær eru og hafa verið lesnar, og lesnar vel; enda stendur Jakob Thorarensen flestum skáldurn vorum dýpri rótum og fastari fótuna í jarðvegi þjóðmenningar vorrar og bókmenntaerfða. Jakob er göngugarpur mikill og hefir árum saman lagt land undir fót á sumrum, með þeim árangri> að hann mun hafa ferðast um allar sýslur landsins. Hann hefir einnig ferðast um Noreg og Danmörku, og bera kvæði hans því vitni, að þessi sumarferðalög hans hafa orðið hon- um frjósöm um yrkisefni; má og vafalaust hið sama segja um efnivi í sögur hans beint og óbeint. Jakob Thorarensen hefir verið gæfumaður mikill í hjúskaparli i sínu. Fyrir réttum fjörutíu árum (1916) kvæntist hann Borghildi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.