Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Önnur öfl heldur en umhverfið og
fólkið, sem hann „lifði og hrærðist"
með, áttu sinn þátt í að móta skáld-
ið á æskuárunum, þegar hugurinn
er opnastur fyrir áhrifum utan að.
Dvöl hans, fyrst hjá móðurföður
hans, Gísla Sigurðssyni, og seinna
hjá afa hans og nafna, Jakob Thor-
arensen, varð honum, að eigin sögn,
bæði minnisstæð og ávaxtarík. Gísli
var gáfaður fróðleiksmaður og
skáldmæltur vel, og hefir Jakob
minnst þessa móðurföður síns fagur-
lega í kvæðinu „Afaminning“ og
lýsir honum meðal annars á þessa
leið:
Hann mig fyrstu skilningsskref
skæddi og leiddi bæði.
Sindruðu á tungu sögur, stef,
söngvinmál og fræði.
Hvílík þekking — þú varst mér
þjóð og land og álfa;
sýndir meðfram gegn um gler
guð og eilífð sjálfa.
Á það loft bar ekkert ský:
íslands heimamenning
dyggan talsmann átti í
allri þinni kenning.
Jakob Thorarensen, föðurfaðir
skáldsins, var á hinn bóginn at-
hafnamaður mikill og sterkur per-
sónuleiki. Má því líklegt telja, að
hann hafi blásið hinu verðandi
skáldi í brjóst aðdáun á heillyndi og
karlmennsku, en Gísli afi hans, með
frásögnum sínum af sögulegum há-
karla veiðiferðum, gróðursett í
huga skáldsins hugmyndina að hinu
aðsópsmikla kvæði hans um það
efni.
í æsku gekk Jakob, eins og vænta
mátti, að algengri sveitavinnu, og
sótti einnig sjó, ef svo bar undir.
Árið 1905 fluttist hann til Reykja-
víkur og hefir verið búsettur þar
síðan. Eftir að hafa lokið trésmíða-
námi (1910), stundaði hann þá iðn
um allmörg ár, sérstaklega húsa-
smíði, og farnaðist vel, en hin síðari
ár hefir hann helgað sig skáld-
skapnum og öðrum ritstörfum.
Hann er maður sjálfmenntaður, en
víðlesinn bæði í íslenzkum og öðr-
um bókmenntum, og hefir aflað ser
mikils og merkilegs bókasafns, ekki
sízt í íslenzkum fræðum og bók-
menntum. Og hinar mörgu og fögru
bækur á bókahillunum í vistlegri
vinnustofu hans eru þar ekki aðeins
til skrauts; þær eru og hafa verið
lesnar, og lesnar vel; enda stendur
Jakob Thorarensen flestum skáldurn
vorum dýpri rótum og fastari fótuna
í jarðvegi þjóðmenningar vorrar og
bókmenntaerfða.
Jakob er göngugarpur mikill og
hefir árum saman lagt land undir
fót á sumrum, með þeim árangri>
að hann mun hafa ferðast um allar
sýslur landsins. Hann hefir einnig
ferðast um Noreg og Danmörku, og
bera kvæði hans því vitni, að þessi
sumarferðalög hans hafa orðið hon-
um frjósöm um yrkisefni; má og
vafalaust hið sama segja um efnivi
í sögur hans beint og óbeint.
Jakob Thorarensen hefir verið
gæfumaður mikill í hjúskaparli i
sínu. Fyrir réttum fjörutíu árum
(1916) kvæntist hann Borghildi