Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem enn meira var um vert, lífi
fólksins og harðri baráttu þess við
náttúruöflin, er þar lýst með trúu
raunsæi og í áhrifamiklum mynd-
um. Eigi svo að skilja, að öll séu
kvæðin jafn þung á listarinnar vog
að bókmenntasnilld og gildi, heldur
hitt, að í þessari fyrstu ljóðabók
skáldsins eru sum snjöllustu og sér-
stæðustu kvæði hans, með glöggu
merki þeirra einkenna, sem svip-
merkt höfðu fyrstu ljóð hans: —
frumleiki í efnismeðferð og orða-
lagi, málfarið rammíslenzkt og
þróttmikið, raunsæi og bersögli, að
ógleymdri kýmninni, sem ósjaldan
verður að naprasta háði. Ýmsum
fannst að vísu, og finnst víst enn,
skáldið æði kaldranalegt í kveð-
skapnum, og ekki er því að neita,
að Jakob er tíðum ærið hrjúfur á
ytra borðinu, en hitt er jafn satt, að
undir harðri skelinni slær tilfinn-
inganæmt og samúðarríkt hjarta.
Og svo fastmótaður var Jakob sem
skáld í fyrstu bók sinni, að fram á
þennan dag heldur hann óbreyttum
framantöldum megineinkennum sín-
um, jafnframt því sem hann hefir
eðlilega með auknum árum vaxið
að lífsreynslu, þroska og innsæi, og
sjóndeildarhringur hans víkkað að
sama skapi. „Hann hefir sem sé gert
hvort tveggja, að fylgjast með tím-
anum og láta tímann skella á sér og
flæða fram hjá sér,“ eins og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason rithöfundur
sagði réttilega um hann sextugan í
afmælisgrein í Eimreiðinni (apríl-
júní 1946).
Jakob Thorarensen hefir verið
harla mikilvirkur í skáldskapnum,
því að út hafa komið eftir hann
ekki færri heldur en átta kvæða-
bækur, en auk Snæljósa, eru þær
þessar: Sprettir (1919), Kyljur (1922),
Stillur (1927), Heiðvindar (1933),
Haustsnjóar (1942), Hraðkveðlingar
og hugdettur (1943) og Hrímnaetur
(1951). Ótalin er þá vönduð heildar-
útgáfa rita hans fram að þeim tíma,
Svali og bjart, sem út kom í tilefni
af sextugsafmæli hans (1946) a
vegum Helgafells í Reykjavík, með
athyglisverðum formálsorðum höf-
undar, ennfremur úrvalið Tímamót,
er að ofan getur, að ógleymdum
smásagnasöfnum hans, sem tekin
verða til nokkurrar athugunar síðar
í þessari greinargerð um skáldskap
hans.
Jakob Thorarensen er löngu, eins
og þegar hefir verið gefið í skyn,
kominn í þjóðskálda sess fyrir svip-
mikinn og auðugan skáldskap sinn,
en hitt er ekki nema lífsins og list-
arinnar lögmál, að hin mörgu hundr-
uð kvæða hans eru misjöfn að gseð-
um og snilld; um annað fram ber
þess þó að minnast með virðingu og
þökk, hve margt er þar ágætra
kvæða og snjallra, þrungin að þrótt-
mikilli hugsun og klædd í glæsileg'
an búning máls og mynda.
Hann hefir ort fjölda skírskorinna
og áhrifamikilla náttúrulýsinga, og
ósjaldan er það hið hrikafengna
og ógnum þrungna í íslenzku lands-
lagi, sem dregur að sér huga hans, 1
kvæðum eins og „Stigahlíð“
„Svörtuloft“, en þessi eru fyrri tv0
erindi hins fyrrnefnda:
Æ, Stigahlíð, þér stekkur aldrei bros.
svo stóðst þú af þér margar kátar
aldir.