Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sem enn meira var um vert, lífi fólksins og harðri baráttu þess við náttúruöflin, er þar lýst með trúu raunsæi og í áhrifamiklum mynd- um. Eigi svo að skilja, að öll séu kvæðin jafn þung á listarinnar vog að bókmenntasnilld og gildi, heldur hitt, að í þessari fyrstu ljóðabók skáldsins eru sum snjöllustu og sér- stæðustu kvæði hans, með glöggu merki þeirra einkenna, sem svip- merkt höfðu fyrstu ljóð hans: — frumleiki í efnismeðferð og orða- lagi, málfarið rammíslenzkt og þróttmikið, raunsæi og bersögli, að ógleymdri kýmninni, sem ósjaldan verður að naprasta háði. Ýmsum fannst að vísu, og finnst víst enn, skáldið æði kaldranalegt í kveð- skapnum, og ekki er því að neita, að Jakob er tíðum ærið hrjúfur á ytra borðinu, en hitt er jafn satt, að undir harðri skelinni slær tilfinn- inganæmt og samúðarríkt hjarta. Og svo fastmótaður var Jakob sem skáld í fyrstu bók sinni, að fram á þennan dag heldur hann óbreyttum framantöldum megineinkennum sín- um, jafnframt því sem hann hefir eðlilega með auknum árum vaxið að lífsreynslu, þroska og innsæi, og sjóndeildarhringur hans víkkað að sama skapi. „Hann hefir sem sé gert hvort tveggja, að fylgjast með tím- anum og láta tímann skella á sér og flæða fram hjá sér,“ eins og Vil- hjálmur Þ. Gíslason rithöfundur sagði réttilega um hann sextugan í afmælisgrein í Eimreiðinni (apríl- júní 1946). Jakob Thorarensen hefir verið harla mikilvirkur í skáldskapnum, því að út hafa komið eftir hann ekki færri heldur en átta kvæða- bækur, en auk Snæljósa, eru þær þessar: Sprettir (1919), Kyljur (1922), Stillur (1927), Heiðvindar (1933), Haustsnjóar (1942), Hraðkveðlingar og hugdettur (1943) og Hrímnaetur (1951). Ótalin er þá vönduð heildar- útgáfa rita hans fram að þeim tíma, Svali og bjart, sem út kom í tilefni af sextugsafmæli hans (1946) a vegum Helgafells í Reykjavík, með athyglisverðum formálsorðum höf- undar, ennfremur úrvalið Tímamót, er að ofan getur, að ógleymdum smásagnasöfnum hans, sem tekin verða til nokkurrar athugunar síðar í þessari greinargerð um skáldskap hans. Jakob Thorarensen er löngu, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, kominn í þjóðskálda sess fyrir svip- mikinn og auðugan skáldskap sinn, en hitt er ekki nema lífsins og list- arinnar lögmál, að hin mörgu hundr- uð kvæða hans eru misjöfn að gseð- um og snilld; um annað fram ber þess þó að minnast með virðingu og þökk, hve margt er þar ágætra kvæða og snjallra, þrungin að þrótt- mikilli hugsun og klædd í glæsileg' an búning máls og mynda. Hann hefir ort fjölda skírskorinna og áhrifamikilla náttúrulýsinga, og ósjaldan er það hið hrikafengna og ógnum þrungna í íslenzku lands- lagi, sem dregur að sér huga hans, 1 kvæðum eins og „Stigahlíð“ „Svörtuloft“, en þessi eru fyrri tv0 erindi hins fyrrnefnda: Æ, Stigahlíð, þér stekkur aldrei bros. svo stóðst þú af þér margar kátar aldir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.