Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA bærilegan ljóðabúning raunsönn og áhrifamikil lýsing á lífskjörum og atvinnuháttum horfinnar kynslóðar og á 'hraustmennum, sem á opnum bátum gengu ótrauðir á hólm við vetrarbylji og æðandi sjó á dýpstu miðum: Öruggt var þeirra áralag, engum skeikaði vissa takið; stæltur var armur, breitt var bakið, og brjóstið harðnað við stormsins slag. Seigluna gátu’ og vaskleik vakið vetrarins armlög nótt og dag. En þarna var ófalskt íslenzkt blóð, orka í geði’ og seigar taugar. Hörkufrostin og hrannalaugar hömruðu’ í skapið dýran móð. — Orpnir voru þeim engir haugar, en yfir þeim logar hróðurglóð. Jakob Thorarensen hefir, eins og framanskráð upptalning þeirra ber með sér, valið kvæðabókum sínum hressileg heiti; hann nefndi heildar- útgáfu rita sinna Svalt og bjart (og áður eitt smásagnasafn sitt sama nafni), og er það að því leyti rétt- nefni, að heiðríkja og hreinviðri ráða löngum ríkjum í heimi kvæða hans, lognmollan er þar algerlega utangátta. Heiti nýjustu kvæðabók- ar hans, Hrímnæiur (1951), sver sig í sömu ætt um veðurfar 1 skáld- skapnum, og þar sem hér að framan hefir verið vitnað til eldri kvæða hans, sæmir ágætlega að fara nokkurum orðum um þessa nýjustu kvæðabók hans sérstaklega. Mætti ætla, að einhverra ellimarka gæti í þeim kvæðum skáldsins, þar sem hann hafði hálfnað sjöunda tuginn, er þau komu út, en því fer fjarri að svo sé. Jakob er hér samur við sig um frumleik í hugsun og málfari, vand- ar vel gerð ljóðanna og tekur efni þeirra bæði sterkum tökum og oft snilldarlegum, svo að segja má um kvæði bókarinnar í heild sinni (en þau eru 43 talsins), að þau hafa öll eitthvað til brunns að bera, og mörg þeirra eru hrein ágætiskvæði. Hann hefir áður, eins og getið hefir verið, ort fjölda svipmikilla og minnisstæðra náttúrulýsinga, og þessi nýjasta kvæðabók hans hefst einmitt á slíkri lýsingu, „Gist a víðavangi,“ og er það bæði fagurt kvæði og hreimmikið. Önnur til- komumikil og prýðilega ort kvæði af sama toga spunnin eru „Að Geysi“ og „Hornstrandir,“ hið síð- ara mjög ramaukið og tilþrifamikið. Glöggskyggnt er skáldið hér sem fyrri daginn á samband manns og moldar, áhrif hins hrikafengna um- hverfis á skapgerð þeirra, sem þar heyja sitt harða stríð við trylld og mislynd náttúruöflin. Náttúrulýs- ingar þessar eru að öðrum þrseði ættjarðarljóð, en hreinræktað kvseði af því tagi, og eitt allra ágætasta kvæðið í bókinni, er „íslandsstef, ort í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944, kjarnmikil eggjan til dáða, þrungin djúpstæðri ættjarðarást: Og nú, er fer þú, fóstran msetæ að feta nýjan stig, þá láttu ei tímans hlym né hraða heimska og villa þig; lát veittan oss að vísu byr og viðunanleg kjör, en vertu eins og oftast fyr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.