Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 37
DR. J. P. PÁLSSON:
PLÚTUS
(Efiir frásögn farandsalans)
I.
í öllu umdæmi mínu kunni ég
hvergi betur við mig en í Samson.
L>að er lítill bær nærri miðju ins
ttdkla sléttlendis Vestur-Canada.
Um það ógnarflæmi flæktist ég um
heilan aldarfjórðung, í verzlunar-
erindum mínum, og hafði oft bæki-
stöð í Samson. Nær sem ég var þar
1 námunda, taldi ég ekki eftir mér,
emnar eða tveggja stunda keyrslu,
til að mega njóta aðbúðar á Hótel
Samson. Á þann hátt gerðist ég að
hálfu leyti Samsoníti og var af
hæjarbúum álitinn eins konar heið-
ursborgari. Var þetta næg ástæða
tjl þess, að ég var forvitnari um
Segu als, sem við Samson var kent,
en nokkuð annað á sléttunni. Hér
^ar heldur ekki af litlu að taka.
Ssgnir og munnmæli um þá Stein
|amla Samson, stein yngra og Stein
^mson þriðja, lágu á hvers manns
vörum. Og voru konur ekki ófróð-
ari en karlar. En saga Samson-
eðgana var saga héraðsins, og efni
1 stórrar bókar, þó stiklað væri að-
ains á Sieinunum, sem báru ofar
0 um vaðlinum. Til þess að gera
grein fyrir þeim og sér í lagi inu
annlega fyrirbæri, sem gengur
n ir nafninu Steinn Samson þriðji,
jer® eg að sækja heimildir mínar
s arinara ummæli, sagnir eða mis-
agnir, skilning eða misskilning,
ýkjur og ef til vill lygi, að ógieymdu
Blaðinu. Úr slíku og þvílíku efni
vinna sögumenn og sagnfræðingar.
Og mér er ekki vandara um en þeim.
Eitt laugardagskvöld, síðla sum-
ars, sat ég úti á svölum Samsons-
hótelsins. Undanfarið hafði gengið
þessi þursteikjandi sólarhiti, sem oft
legst á sléttuna í ágústmánuði. Sök-
um væntanlegrar uppskeru var öll
verzlun í uppgangi, svo ég hafði
selt reiðinnar fár, eða öllu heldur
tekið pantanir fyrir því; og var kút-
uppgefinn löngu áður en dagur var
að kvöldi kominn. Kvöldsvalinn var
í aðsigi og sólsetrið að baki okkar.
Þar rís sléttan í bogmyndaðri öldu,
sem vaxin er ösp og undirviði og
skýlir parti af bænum fyrir vindum
vetrar og kvöldsól sumars. Beygj-
unni fylgir járnbrautin og röð korn-
turnanna, og sést einn þeirra til
hvorrar hliðar frá svölunum. Fram-
undan liggur sölutorgið. Þá hverfi
heimila helztu borgaranna. Og ber
það helgisvip af þremur kirkju-
turnum. Síðan tekur lýsigulldúkur
akranna við, lengra en augað eygir
út í blámóðu fjarlægðarinnar.
Á svölunum sátum við þrjú, Ind-
verjinn, Fóstran og ég, og blésum
hitamæði dagsins. Við Dohk sinn
hvoru megin framdyranna. Fóstran
framar og á hlið við mig. Lengi
sagði ekkert okkar orð. Sessunautar