Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
félagsins. Gamli maðurinn var far-
inn að þreytast og sá ekki lengur
ástæðu fyrir feðgana til þess að
leggja hart að sér. — Höfðu þeir
ekki nóg eins og sakir stóðu? Og
hann dró sig í hlé, hélt sig heima
við og dundaði við smá-umbætur á
heimilinu.
Um nokkur undanfarin ár hafði
kona Steins kent lasleika. Feðgarnir
sáu henni fyrir nægum vinnukrafti
við heimilisstörfin og lögðu að
henni, að leita ráða hjá indverska
íækninum. En hún var ein af þeim
fáu, sem hafði beig af Dohk, gerði
lítið úr vanheilsu sinni og kvað
nógan tíma að leita læknis, sem
hvítur væri og lögmætur og von var
á til Samson. En koma ins hvíta og
lögmæta drógst ár frá ári. Var loks
ákveðið að Steinn eldri færi með
hana til læknisskoðunar í Winnipeg.
Þar fékk hún enga bót meina sinna
og héldu hjónin áfram til Rochester,
en árangurslaust. Eftir ítrekaðar
geisla- og skurðlækningar lézt hún
á Mayo-spítalanum. Og Steinn kom
heim með konu sína smurða og
kistulagða. Var hún fyrsta mann-
eskjan, jarðsett í fyrsta kirkjugarði
bæarins, sem var vígður um leið og
helgaður guði og dauðanum. Þótti
það útfararathöfninni hátíðleg auka-
geta, en dró ekkert úr söknuði
eftirlifandi ekkilsins.
Eftir þetta var Steinn gamli ekki
mönnum sinnandi, en fór einförum
og yrti varla á nokkurn mann að
fyrra bragði. Hver presturinn af
öðrum lýsti fyrir honum sælunni í
himnaríki og öðrum hlunnindum
annars heims. En það hafði ekkert
upp á sig. Auðséð að karlinn var
utan við sig. Og mesta guðs mildi,
að sonur hans var sá maður, að geta
veitt Samson & Co., Samsonbæ og
Samsonsveit fulla forustu. Upp frá
þessu var Steins yngra ætíð minst,
sem Mr. Samson, og var ætíð þannig
ávarpaður.
III.
í Samson og grendinni miðaði fólk
öll þessa heims gæði við Samson &
Co. Ef alt lék í lyndi, gekk það eins
og hjá Samson & Co. Þegar vel
viðraði þaut gróðurinn upp eins og
hjá Samson & Co.Það mátti treysta
hinum og þessum eins og Samson &
Co. Og menn, sem aldrei varð mis-
dægurt, höfðu Samson-heilsu. Raun-
ar varð varla greint milli Mr. Sam-
sons og félagsins. Persónuleiki 'hans
var gengi og hamingja félagsins.
Mr. Samson og Samson & Co. var
alt sama tóbakið. Mr. Samson var
ekki lengur maður, sem talar við
mann. Lögmaðurinn og aðrar undir-
tyllur hans gerðu bissnes fyrir hanS
hönd. Sjálfur sat hann á kontórnum,
eða var í öðrum bæum, að skipu-
leggja ný útibú félagsins. Og gekk
svo um hríð.
Eitt af hinum mörgu fyrirtækjum
Samson & Co. var steinhús mikið,
sem félagið lét reisa skamt fra
Samsonheimilinu. En svo ant lét
Mr. Samson sér um fyrirtækið, að
hann var þar sýknt og heilagt og
sagði fyrir um smátt og stórt, er að
smíðinu laut, og líktist meira mann-
eskju en Co. Fyrst í stað höfðu
smiðir og aðrir, sem að verkinu
stóðu, ekki gert sér rellu út af þvl’
til hvers þessi steinbygging ætti að
notast. En þegar það kom í ljós, nð
hér var að rísa veglegt íbúðarhús, og