Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Steinhúsum. Hafði hún annast Mrs. Samson frá blautu barnsbeini og ásett sér (svarið, sögðu sumir), að láta eitt yfir báðar ganga unz yfir lyki. Þó það færi á aðra leið, átti hvorug þeirra sök á því. — Af Fóstrunni mátti vænta fróðleiks. Ekki einungis um ætt og fortíð frú- arinnar heldur og hverju framvegis framvindi í Steinhúsum. En Fóstran brást eins og kosta krosstré. Ekki vantaði að hún væri þægileg í við- tali. Og eyrun hafði hún opin fyrir því sem sagt var, en hvorki te né kaffi með fínasta bakelsi losaði um málbein hennar bærist talið að Mrs. Samson og Steinhúsum. IV. Með einni af fyrstu innreiðum Sípíar í Samson kom Indverjinn, Dohk, kaffibrúnn á hörund, dökk- klæddur með svarta stromphettu á höfðinu; og varð aðal umtalsefni Samsoníta. En þegar hann sýndi engin merki þess, að hann væri bissnesmaður eða spekúlant, drakk ekki brennivín, spilaði ekki póker, mistu menn áhuga fyrir annmörkum hans. Um heimilisrétt var ekki að tala. Alt stjórnarland var fyrir löngu upptekið. Aðeins kvenfólkið leit til hans forvitnisaugum, sér í lagi ungu stúlkurnar. Hann var svo fallega vaxinn og líkamshreyfingarnar svo mjúkar og liðugar. Út yfir alt tóku augun. Þau voru blátt áfram töfr- andi, en þó óttaleg. Þá sjaldan hann leit til þeirra voru þær aldrei vissar um hvort tillit hans olli þeim hrifn- ing eða hræðslu. En þegar uppvíst varð, að hann var kominn undir handarjaðarinn á Mr. Samson, orð- inn eitt af fyrirtækjum Samson & Co., beindist athygli manna á ný að Indverjanum. Þeir sáu brátt, að Mr. Samson hafði ekki keypt hér köttinn í sekknum fremur en endra nær. Til að byrja með, virtist Dohk kunna öll heimsins tungumál. Túlk- aði mál allra enskumálleysingja fyrir Samson & Co. Og þeir voru margir, sem höfðu enn ekki „lært málið,“ eða kunnu bezt við, að semja um kaup og sölu á móðurmáli sínu. Svo kom upp úr kafinu, að Dohk var læknir og ekki bara smávegis hjálp í viðlögum, heldur lærður og útskrifaður í Vínarborg. Þótti Sam- sonítum snemma bera á einhverju yfirnáttúrlegu við læknisstörf Ind- verjans og þökkuðu hæfni hans austurlenzkri dulspeki og töfrum ekki síður en skólalærdómi. Þeir vissu, að hann hafði ekki löglegt leyfi til lækninga, en kærðu sig kollóttan og þóttust góðir að mega leita til hans meðan ekki var læknir í bænum, sem dyttað gat að þeim og hrest upp á þá samkvæmt canadisk- um lögum. Og eru landnemar marg- ir með því marki brendir. Af munnmælum Samsoníta um Dohk, og persónulegri viðkynningu, gerði ég mér nokkra grein fyr11; manninum. Að loknu háskólanámi i Indlandi, stundaði hann framhalds- nám við ýmsar helztu mentastofn- anir Evrópu. Þar lagði hann aðal- lega fyrir sig líffræði, sér í lagi innkirtlanna og verkan þeirra hver á annan og in ýmsu líffæri líkamans, og vann árum saman að athugunum og tilraunum þar að lútandi. Meöa annars útskrifaðist hann sem praktý serandi læknir frá háskólanum 1 Vínarborg. En ef dæma má af öllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.