Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ástand þeirra. Og drenginn grunaði, að læknirinn væri valdur að eymd þeirra. En svo rík var hluttekningar- semi og samúð undrabarnsins, að í stað þess að sakfella Dohk fyrir harðýðgina, kendi Steinn litli í brjósti um hann, fyrir að vera vondur við þá, sem bágt áttu. Að þessu hugarástandi barnsins komst Indverjinn. „Vertu þolinmóður,“ sagði Dohk og beindi athygli Steins litla að ýmsum breytingum sem dýrin tóku — með tíð og tíma. Undir umsjá og • meðferð læknisins, sá drengurinn dauðvona skepnur fyll- ast lífi og fjöri; feit, löt og væru- gjörn dýr missa ofholdin, verða óró- leg og ærslafull. Þessi og önnur umskifti tóku langan tíma, en á endanum urðu þau svo ákveðin, að dýrið virtist hafa mist sitt uppruna- lega eðli og upplag. Þannig var það með ungan apa, uppáhald Steins litla. Þeir léku hvor við annan tím- unum saman. Báðir svo glaðir og góðlyndir, að drengnum gleymdist oft, að annar var maður en hinn skepna. Svo tók apinn að breytast og verða smátt og smátt ólíkari sjálfum sér — leikfélaga Steins litla. Innan árs var hann orðinn grimmur og geðillur. Nú var hann óarga villi- dýr, sem sóttist eftir að rífa og bíta fyrrverandi leikbróður sinn. Og Steinn litli grét . . . Og hann fylltist ótta og lotning fyrir almætti Ind- verjans. Upp frá þeirri stundu þótt- ust þau, Steinn gamli og Fóstran hafa tekið eftir breyting á geðslagi og framkomu Steins litla, sem þá var tíu ára. Frá síðustu áratugum, sem lesa mátti Samson á landabréfi vest- ræna sléttulandsins, má Samson Blaðið heita Annáll Samson & Co., næg drög og heimildir fyrir glimr- andi landnámssögu. En þangað er lítið að sækja til sögu um Stein litla og lífið í Steinhúsum. Alt þess háttar verður maður að grafa upp úr minnum Samsoníta. Eins og önnur börn innritaðist Steinn litli í barnaskólann þegar hann var sex ára. En ekki leyndi það sér lengi, hversu ólíkur hann var öðrum börnum. Fyrst voru námsgáfur 'hans því nær ótakmark- aðar. Þar á ofan dæmdist hann g°tl barn í orðsins bezta skilningi. Svo ljúfur og aðlaðandi var hann í fram- komu sinni, að hann ávann sér ást og hylli skólasystkina sinna jafnt og kennaranna. Nú fyrst gafst honum tækifæri til að svala þeirri örlætis- ástríðu, sem á hann sótti. Eins og gengur, vanhagaði margt skóla- barnið um eitt og annað. Og að bæta úr þeim skorti var Steina litla ha' mark gleðinnar, og ekki hamlaði getuleysið. Móðir hans hvatti frem- ur en latti gjaflyndi sonar síns °S lét honum alt í té, svo kærleikshvöt hans yrði fullnægt. Það fór að leika orð á því, að Mr. Samson væri mót- fallinn góðverkum mæðginanna kallaði þau bruðlunarsemi. Var Þ° alkunnugt, að hann var enginn nirf' ill, en gaf óspart til prests og kirkju og annara velferðarmála og va^ stórtækur. En enginn vissi til, a hann viki góðu að einstakling. ^esS háttar gjafir kvað hann ölmusU’ niðurlæging mannskapsmanni, °S mannleysunni hvöt til meiri vesa dóms. Og þótti Samsonítum vel fara á þessum skoðanamun hjónanna- Hvort þeirra um sig bætti hitt upP’ í kærleiksverkunum, væri um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.