Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 62
DR. STEFÁN EINARSSON:
Tvö austfirzk skáld
aíi og faðir Páls Ólafssonar
I.
Það hefur öllum mönnum verið
kunnugt um langan tíma, að Páll
Ólafsson var bezta alþýðuskáld
Austfirðinga líklega bæði að fornu
og nýju, enda eitt hið bezta alþýðu-
skáld landsins á sinni tíð. Hitt hafa
líka margir vitað, að hann var af
skáldum kominn eystra, bæði var
faðir hans Ólafur allgott skáld, og
líka afi hans Indriði og afabróðir
Hallgrímur í Sandfelli. Aftur á móti
hefur skáldskap þessara föður-
frænda hans lítt verið á lofti haldið,
eða ekki, svo menn hafa gengið þess
fullkomlega duldir hve mikið Páll
gat í raun og veru lært af þeim.
Þó hefur Benedikt frá Hofteigi
skrifað alllangan þátt af Hallgrími
afabróður hans í Sandfelli með dá-
litlu sýnishorni af skáldskap hans,
en Jón Ólafsson bróðir Páls birti
flest sýnishorn af kvæðum sr. Ólafs
Indriðasonar í Nönnu. Þar er prent-
að hið fallega kvæði „Skrúðs-
bóndinn“ sem líklegast er bezt
kvæða þeirra, er á prent hafa kom-
izt eftir sr. Ólaf, ef ekki bezt þeirra
allra. I þessari grein vildi ég
gjarna gefa nokkur sýnishorn af
kveðskap Indriða Ásmundssonar,
afa Páls. Þau bera því vitni að hann
hefur verið allgóður hagyrðingur,
sízt minna skáld en Hallgrímur
bróðir hans, þó hann virðist hafa
ort minna. Sömuleiðis sýna þau að
hann, þó aðfluttur væri í héraðið,
gat haldið uppi eigi aðeins alvar-
legri ádeilu og sálmatón heldur líka
léttum kýmnikveðskap. í því gátu
þeir bræður Hallgrímur og hann
því verið arftakar Stefáns Ólafs-
sonar.
Indriði Ásmundsson bóndi
skáld (1750—1811) var sonur Ás-
mundar Helgasonar á Laugalandi i
Eyjafirði og Önnu Þorkelsdóttur
konu hans. Ásmundur var bróðu
Jóns Helgasonar er sýslumaður vax
í Hoffelli 1759. Talið er að Ásmund-
ur hafi flutt með eða skömmu efth
bróður sínum í Hornafjörð og farl
að búa á Setbergi um 1755/6. Þaða^
flutti hann með börnum sínum a
Hvalnesi í Lóni. Þar fór Indriði, sein
var eldri en Hallgrímur, að búa a
móti föður sínum 1780 og fekk Þ^;
Guðrúnar Jónsdóttur frá Hlíð 1
Lóni. Áttu þau einn son, Ásmun >
en Guðrún dó þá af barnsförum-
1 Móðuharðindunum 1783/4 kolf®
fé þeirra frænda á Hvalsnesi: af 1
ám lifðu tvær, en af þrettán hestum
einn, svo sem Hallgrímur segir úa
æfidrápu sinni. Fór Indriði þá n1^
Hallgrími bróður sínum austui
Geitdal í Skriðdal. Þar bjó Sóln1 ^
Jónsdóttir, ekkja Sigurðar Jónsson
ar bónda í Geitdal, síðari kona Uall_
Þangað réðust þeir bræður og ko
svo, að ástir tókust með Þel1^
Indriða og ekkjunni Sólrúnu, e