Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 73
TVÖ AUSTFIRZK SKÁLD
55
liefur metið sálmakveðskap sinn
mikils, en hugmyndir hans um það,
hvernig sálmar ættu að vera, setur
hann fram í „Bréfi frá Austfjörð-
um“ í öðru bindi Fjölnis (1837,
38—48), í dómi um mislukkað sálma-
safn eftir Stúrmshugvekjum.
Minna fékk sr. Ólafur prentað af
veraldlegum kvæðum sínum, og
voru þau þó, sum hver, sízt verri en
sálmarnir.
Fyrsta prentað kvæði eftir hann
var um skipsstrand á Starmýrar-
fjörðum, „Hvör skyldi hingað sigur
Saekja?“, en var leitt úr hlaði af
Magnúsi Stephensen sjálfum með
nokkrum velvildarorðum um höf-
Undinn í Klausiurpóstinum 1819, II.,
M3. Annað kvæði eftir Ólaf á að
yera í næsta árs Klausturpósti, en
hef ekki fundið það. Næst mun
vera „Vetrarkoman í Austfjörðum
1836“ (Blítt er sumarið farið á flótta)
Prentað í Fjölni 1837, III, 33—4.
nokkur kvæði í Nönnu I—II
(1878); „Staka“ (Ef þú missir maka
eða vin), „Vitnisburður“ (Margrét
'lóttir Magnúsar), „Veðurvísa“:
Vorið nýtt og veðrið þýtt
víðast lognið dúna
sólskin hlýtt og sumar blítt
svo er úti núna.
»pýið“ (Það er ekki að orða),
»Kjörfundarhvöt“ (Þegar þið farið
a þinga . . . þá takið þér svartan
^ePpa / 0g sendið hann suður á
Plngið / 0g segið um leið og hann
/ »Þó að þú svíkir, seppi! / úr
j50 inni erum vér.“) „Fyrir minni
5l?yf‘*a þíóðfundarmanna (1861,—
. •) (Þér sómagæddu synir lands...
yður heiðri íslands þjóð . . . en
háðunginni þeki þann / er þjóðrétt
vorum traðka vann / og hans á hálsi
trampi), „Fyrir minni Skrúðsbónda":
Mjög er reisugt í Skrúð
þar sem bergrisans búð
inn í brimþveginn hamarinn klýfur;
hvolfið berginu mænt
þakið gulldeplað grænt
sést í grisjaðri bjargfugla drífu.
15 erindi.
Þetta er víst bezta kvæði sr.
Ólafs, enda ágætt. Það er ort undir
hætti Jónasar: „Nú er vetur úr bæ,“
en áhrif frá Jónasi eru oftar sýnileg
í kvæðum sr. Ólafs, ekki sízt þeim
beztu. í öðru hefti Nönnu er „Ljóða-
bréf til Kammerráðs Páls Melsteð
18. júlí 1832“ um lát Sigríðar litlu
dóttur hans (Mitt er hjarta herkj-
um í), „Öfundin11 (Margur öfundar-
auga renndi) og „Meinsærið“ (Eftir
Oehlenschlager: Skoðaðu hvað er
ósær eiður).
Kvæði og bréf sr. Ólafs eru í
mörgum (yfir tuttugu) handritum í
Landsbókasafni. Þannig er „Skrúðs-
bóndinn“ ekki alveg heill í „Ljóð-
mælasafninu Snotru“ með hendi
Björns Ásmundssonar frá Stóra-
Sandfelli og sonar hans, en sú bók
hefur komizt í hendur Sigmundar
Matthíassonar Long (Lbs. 2215, 8vo).
Tólf kvæði eru í Lbs. 168, 8vo með
hinni fögru hendi Páls stúdents
Pálssonar, sem hefur verið óþreyt-
andi kvæðasafnari á sinni tíð (1806—
1877). Hann var austfirzkur að upp-
runa, sonur Páls sýslumanns Guð-
mundssonar á Hallfreðarstöðum í
Hróarstungu og konu hans Malen
Örum. En hann var fæddur á Sel-
tjarnarnesi og var lengst af í Reykja-