Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
vík, amtsskrifari. Eitt kvæði enn
„Asnabálkur“ er enn með hans hendi
í Lbs. 167, 8vo, en í Lbs. 166, 8vo
skrifar hann upp hinar skemmtilegu
níðvísur Þorsteins tóls til Indriða:
„Þetta kofort með súrum sveita /
samdi kallinn hann Þorsteinn tól.“
Tuttugu og fjögur kvæði eru í Lbs.
2140, 4to skrifuð upp af Sigmundi
Matthíassyni Long, hinum mesta
fræðaþul, sem Austurland hefur átt
á síðustu öld annan en þjóðsagna-
safnarann Sigfús Sigfússon. Er rétt
að minnast þess að Sigmundur var
Vestur-íslendingur um alllangan
tíma, þótt hann gæfi Landsbóka-
safninu safn sitt. En rétt er að geta
þess, að í þessu safni eru „Skrúðs-
bónda vísur“ heilar, „Andeyjar-
vísur“ (Fagurt er í Andey úti) og
„Erfiljóð eftir Mad. Þórunni Einars-
dóttur“ (Sit eg einn þrátt og sýti),
fyrri konu sr. Ólafs, hér heil. í Lbs.
2126, 4to, líka með hendi Sigmundar
Long, eru tvö ljóðabréf, eftir sr.
Ólaf ort fyrir munn dóttur hans
Kristrúnar til Sigurlaugar Gutt-
ormsdóttur í Stöð (22. marz og 1.
apríl 1856).
En nú er komið að stærsta safni
sr. Ólafs í Landsbókasafni og merk-
asta, vegna þess að það er hans eigin-
handarrit: Lbs. 2360, 8vo. Þetta safn
komst í eigu Jóns sonar hans, síðan
til Sigríðar dóttur hans, en Ágúst H.
Bjarnason gaf það á Landsbóka-
safnið. í syrpu þessari eru slitur af
gamalli ljóðabók eftir sr. Ólaf — ná-
lægt hundrað blaðsíðum — allmörg
einstök kvæði, allstór syrpa af sálm-
um, nokkuð stórt brot af þýðingu
úr Ossian undir fornyrðislagi og
annað styttra brot af frásagnar-
kvæði (um kvöldmáltíðarsakra-
menti?) þýtt?) undir hexameter og
pentameter, stirðkveðið. í gömlu
kvæðabókinni eru 52 kvæði og brot,
en 17 kvæði og brot eru aftan við
hana (síðasta númerið 17 eru sálmar
og sálmabrot á þrem örkum).
í gömlu kvæðabókinni eru all-
margar (13) grafskriftir og erfiljóð,
þar á meðal eitt um lát Sigríðar
liltu Melsteð, en ljóðabréf um lát
hennar skrifaði hann Páli og var
það prentað í Nönnu. Langmerkast
af erfiljóðunum, er kvæðið er hann
orti eftir fyrri konu sína, Þórunni,
enn undir hætti Jónasar: „Ungur
var eg en ungir.“ Það er hiti ósvik-
inn í þessum línum:
Ung þér gafstu mér ungum
enginn vissi það lengi!
tryggðir þróuðust þýðar
þrjá vetur fjóra betur;
sjö og tuttugu síðan
samlynd í blíðu og stríðu
leiddumst unz kramur kalda
kyssta eg þig missta.
Ári síðar er sr. Ólafi enn svo heitt
um hjartarætur að hann yrkir ann-
að kvæði á ártíð konu sinnar:
Hvörjum á eg að herma
harminn mér í barmi.
Skömmu síðar mun hann hafa
kvænst aftur (vorið 1849). Ekkert af
kvæðum hans minnist þess gleði-
dags, og yfirleitt hefur hann ort
mjög fá brúðkaupskvæði (ein þrjú)-
Af kvennalofi er ekki mjög mikið i
syrpu hans, eitt kvæði: „Kvenna-
prís.“
Ljóðabréf eru eins fá í syrp^
sr. Ólafs eins og þau eru mörg j
fórum Páls sonar hans: eitt ú
Sveins í Vestdal (Lbs. 168, 8vo), tvó