Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 77
TVö AUSTFIRZK SKÁLD
59
Skyldar gamanvísunum eru
drykkjuvísur Ólafs, en af þeim er
líklega stærstur flokkur í safni hans
(10 kvæði). Fyrsta drykkjuvísan er
þó bara brot:
!• Til gleði lízt mér líf oss fengið
hve lukkan breytist það veit
engi
né hvenær hann skal héðan gá.
Sjá tímar dagar árin eyðast
og er vér tökum þau hugleiða
í hasti liðu heilmörg frá:
Já, vinir stutt er stundin, já:
2. Langt meir en gull er vínið vert
þess vesæld alla sætir
einn þussa lærðan þrátt fær gert,
og þræla hjörtu bætir.
Það ungling döprum eykur móð
og öldungs vermir fjörlaust blóð.
3- Minn fulla bikar fögur og
lífleg kvæði
og snoturt spaug og hugarhýrð
eg sel það ekki öll fyrir heimsins
gæði
og Salómonis miklu dýrð,
því farsæld binzt við upphefð ei
°g allt sig jafnar þá eg dey.
Til skemmtunar hjá vinum vér
nú vörpum oss í sæti
vort dagsverk bræður búið er
oss býðst nú hér til kæti
vér eydda tíð ei hörmum hót
en hressir sækjum þetta mót
°g svo með djörfung
syngjum vér:
Sæl veri meinlaus kæti.
3- Einu sinni að svo bar
eg í slæmum beiglum var
dl nam örbirgð þrengja.
^aal skaut í brjóst mér inn
barlóm skyldi eg senda minn
°g mig í hasti hengja.
Þetta átta erinda kvæði er á öðr-
um stað í syrpu sr. Ólafs með dönsk-
um lagboða eða fyrirsögn: „Det
hændte sig en gang.“ Þar með liggur
annað fimm erinda kvæði, „Vertu
vors félags verndargyðja“ líka með
dönskum lagboða eða fyrirsögn:
„Vær du vaar Selskabs Skyts-
gudinde.“ Þessi tvö kvæði virðast
því tvímælalaust vera þýdd úr
dönsku og er ekki ómögulegt að svo
sé um fleiri drykkjukvæðin í safni
sr. Ólafs. Fleiri drykkjuvísur:
6. Drekkum, drekkum, drekkum
drekkum kætum geð
syngjum svo þar með
sorgir allar sekkjum. 3 erindi.
7. Aumt væri líf ef ást og vín
ei væri til í heimi
allt hvað gleður og eyðir pín
ýtum þaðan streymir.
8. Vér erum allir mótgangsmenn
og megum huggun þiggja
hallur er flestum heimurinn
hann sem lengi byggja
súrt þar margur saup
það er bezt að þylja brag
við þetta brúðkaup
gera sér nú glaðan dag
og gefa fýlu á staup.
Þetta þrettán erinda kvæði, sem
er á lausu blaði aftan við gömlu
syrpuna virðist í aðra röndina vera
brúðkaupskvæði. Brúðkaupskvæði í
aðra rönd er líka „Veizlan á Búra-
stöðum“ undir hættinum „Eldgamla
ísafold.“ Þetta tíu erinda kvæði er
varla þýðing, því kippir fremur í
kyn til veizlulýsinga í austfirzkum
kvæðum frá því á dögum Stefáns
Ólafssonar. Hér eru nokkrar vísur
til dæmis: