Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stæður er litið. En það gengur
kraftaverki næst, því bókmennta-
rannsóknir hans og ritstörf voru
unnin mest 1 hjáverkum og við hin
frumstæðustu kjör. Maður getur séð
hann í huganum þar sem hann situr
við skrifborð sitt og gleðst við lang-
an sumardag þá er miðnætursól
norðanlands aðeins dýfir sér í hafið
og rís um leið til þess að færa allri
tilverunni nýjan þrótt. En þegar
skammdegismyrkur hins langa
vetrar grúfir sig yfir lög og láð situr
fræðimaðurinn enn við ritstörf sín,
þótt dapurt dagsljósið gægist aðeins
stutta stund yfir fjallsbrúnina.
Áhugi hans dvínar ekki; hann gefur
ekki árstíðunum gaum, hvorki nótt
né degi; álútur og önnum kafinn
grúskar hann í hinum gömlu skinn-
skruddum; rekur máðar rúnir þeirra
og ritar í ákafa í kaldri, dimmri
stofu, sem upplýst er með litlu
grútarljósi.*
Hin göfuga hugsjón Arngríms var
sú að veita hinum menntaða heimi
vitneskju um það bezta, sem ísland
hafði að bjóða. Og þetta tókst honum
að miklu leyti. Sá fjársjóður, sem
mestan frægðarljóma hefir veitt ís-
landi eru fornbókmenntir þjóðarinn-
ar, og Arngrímur Jónsson var sá
sem fyrstur manna lagði grundvöll-
inn að þekkingu íslenzkra fræða
erlendis.
II.
Starfið að kynna erlendum þjóð-
um fornbókmenntir íslendinga naut
aðstoðar ýmsra menntamanna, bæði
‘Steinolíuljós var ekki uppgötvatS til
almennra nota íyrr en um 1860.
á íslandi og í öðrum löndum, á tíð
Arngríms og eftir hans dag. Tak-
markað rúm leyfir ekki að geta
allra þeirra sem léðu lið sitt þessu
þarfa verki. Á meðal þeirra manna
má telja síra Magnús Ólafsson 1
Laufási, Þorlák biskup Skúlason,
síra Svein Jónsson á Barði, Guð-
mund málfræðing Andrésson, Run-
ólf rektor Jónsson, síra Stefán Ólafs-
son í Vallanesi, og í vissum skiln-
ingi Brynjólf biskup Sveinsson, sem
safnaði miklu af handritum og réði
menn til að afrita forn handrit. í
Danmörku störfuðu Óli Worm og
Peder H. Rosen af miklum dugnaði
og áhuga að sama markmiði. íslend-
ingurinn Jón Rúgmann var stríðs-
fangi Karls tíunda Svía konungs, og
var það mikið happ fyrir Svía að na
honum til sín, því hann var fyrsti
maðurinn, sem vakti áhuga þeirra
fyrir bókmenntafjársjóðum íslend-
inga. Árið 1661 sendu Svíar hann
til íslands til að kaupa fornrit fyrir
fornritasafnið í Stokkhólmi.* Síðar
réðu Svíar íslendinginn Guðmund
Ólafsson til þess að þýða íslenzk
fornrit. Einna mestan áhuga við að
kynnast íslenzkum fornritum og ut-
breiða þekkingu á þeim sýndu
Svíarnir Ólafur Verelíus og Ólafur
Rudneck.
Þormóður Torfason var skipaður
konunglegur söguritari Dana ari
1667. Hann þýddi mörg íslenzk forn-
rit á latínu, sem að vísu voru aldre1
prentuð. Síðan var hann sendur sem
konunglegur fulltrúi til Noregs, sem
þá var í sambandi við Danmörku-
Hann hafði ævilangt aðsetur á aðals
•Próf. N. Ludlow Beamish: “The Noise
Discovery of Ameriea.”