Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 91
kynning gullaldarrita íslendinga
73
setrinu Stangeland í Stafangri. Þar
starfaði hann við að safna, rannsaka
og þýða á latínu íslenzk fornrit.
Samt sem áður var aðeins eitt af
þeim ritverkum gefið út; Saga
Noregs fram til 1387 (Historia
Rerum Norwegicarum) í fjórum
bindum sem voru gefin út 1711.
í Sögu íslands eftir Gjerset, þar
sem hann ritar um endurreisn bók-
mennta íslendinga, telur hann þrjá
nienn í einu lagi: Arngrím Jónsson,
Normóð Torfason og Árna Magnús-
son. Þetta getur valdið misskilning
lesandanum, því Arngrímur hafði
starfað í fimmtíu og sex ár, þegar
f’ormóður var aðeins fjórtán ára
gamall, og Árni Magnússon fæddist
fimmtán árum eftir að Arngrímur
íéll frá. Arngrímur hafði þannig
starfað í meira en hálfa öld að end-
orreisn íslenzkra bókmennta án að-
stoðar hinna, og búið í haginn fyrir
eftirmenn sína. Þetta virðist skerða
róttmæta viðurkenningu á starfi
■A-rngríms. Og ennfremur er annað
^triði; þar sem Gjerset segir að Þor-
móður Torfason hafi skrifað Orkn-
eyja Sögu, Noregs Sögu og Græn-
^ands Sögu, en eins og að framan er
getið var Arngrímur allareiðu búinn
að búa undir þetta verk Þormóðar
með því að skrifa bækur um sama
efni, 0g hafði Þormóður aðgang að
Þeim bókum.
Árn.i Magnússon (1663—1730) var
konunglegur Fornritafræðingur í
Kaupmannahöfn og einkaritari
homas Bartholins Söguritara Dana.
Hann er frægur fyrir handritasöfn-
sma og starf í sambandi við Forn-
rmði. Sumt af þessum handritum
°g skjölum lenti á safni í Svíþjóð,
sumt týndist með skipum sem fórust
og mikið brann í eldinum mikla í
Kaupmannahöfn árið 1728. Samt
sem áður er handritasafn Árna
Magnússonar um 2000 handrit og
6000 skjöl. Safnið gaf Árni Magnús-
son til varðveizlu í Konunglega
bókasafninu, ásamt 10,000 ríkisdöl-
um því til viðhalds og umbóta.
Grímur Jónsson Thorkelin (1752
1829) var mikils metinn fornrita-
fræðingur. Hann fór frá íslandi til
Edinborgar á Skotlandi þar sem
honum var veitt doktorsgráða í
heimspeki. Á meðal ritstarfa hans
er latnesk þýðing af Eyrbyggja
Sögu, sem Sir Walter Scott þýddi
ágrip af á ensku. Eitt sinn þá er
Grímur var staddur í Lundúnum og
var að leita að einhverjum skjölum
í gömlu skjalasafni, vildi svo heppi-
lega til að hann rakst af hendingu
á fornkvæðaflokkinn Beawulf/ sem
er álitinn að vera eitt hið markverð-
asta minnismerki um Egil-Saxneska
tímabilið. Þetta er fornt hetjukvæði,
3182 heilar hendingar. Árið 1786 var
eina handritið sem til var, um átta
hundruð ára gamalt, er hafði legið
myglað og sviðið í sextándu aldar
bókasafni, sem Sir Robert Bruce
Cotton átti. Árið 1700 gáfu erfingjar
hans stjórninni bókasafnið, en árið
1731 eyðilagðist mikið af safninu í
eldi. Beawulf var bjargað, en þó
sviðnu og í tætlum. Samt hreyfði
enginn hendi til að bjarga því þar
til Grímur kom til Lundúnaborgar.
Hann afritaði kvæðaflokkinn, og
afritið lenti í konuglega bókasafn-
inu í Kaupmannahöfn. Það var á
meðal þeirra skjala, sem ekki eyði-
lagðist í eldi, þegar Bretar skutu á
borgina fyrirvaralaust árið 1807,