Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 95
kynning gullaldarrita íslendinga
77
1896. Max Muller, eins og hann var
venjulega kallaður, var afar stór-
virkur rithöfundur. Sérstakt af-
kastaverk hans var þýðing hans á
hinum helgu bókum Indverja, Rig
Veda. Hann þýddi á ensku þrjú
hindi af því safni, sem ritað er á
sanskrít, því að hann var sérfræð-
lngur í sanskrít. Hann ritaði margar
hækur um tungumálavísindi. Hann
lókk mikið hrós fyrir ritgerð um
Samanburðar Goðafræði. í bók sinni
‘Chips From a German Work Shop,”
segir hann meðal annars: „Næst á
eftir Engil-Saxnesku er ekkert
tuugumál, engar bókmenntir, engin
§°ðafræði athyglisverðari til að
greiða úr og upplýsa elztu sögu
þjóðar þeirrar er nú byggir Bret-
sndseyjar, eins og íslenzkan. Nei,
að einu leyti er íslenzkan hafin yfir
allar mállýskur þjóða af germönsk-
Urn stofni, og er engil-saxneska þar
ekki undanskilin, né há-þýzka eða
§°tneska. Það er aðeins í gegnum
lslenzkt mál að vér finnum óspiltar,
eillegar leifar af germönskum
eiðindómi. Gotneska sem tungu-
11131 er eldri en íslenzka, en það eina
ritverk sem vér höfum á gotnesku
er þýðing á Biblíunni. Engil-sax-
neskar bókmenntir, að undanskild-
Urn kvæðaflokknum “Beowulf,” eru
^ristnar. Gömlum hetjum Niflung-
“q113’ ftns °§ v®r sj3Um þeim lýst í
k Uabían” söguljóðum, hefir verið
áreytt 1 kirkjurækna riddara. Aftur
s.moU 1 kvæðum eldri Eddu, koma
^gurður og Brynhildur fram á sjón-
orSviðið í sínum heiðna mikilleika
s? virða ekkert heilagt nema ást
líle °§ bjóða byrginn öllum lögum,
Suða
°g manna, í nafni þessarar al-
máttugu ástríðu. íslenzkan hefir
lykilinn að mörgum ráðgátum
enskrar tungu, og að mörgum leynd-
ardómum enskra lyndiseinkenna.
Enda þótt gamla norskan (íslenzkan)
sé ekki nema mállýska af sömu
tungu og Englar og Saxar fluttu til
Bretlands; þótt blóð Norðmanna sé
sama blóðið og ólgar í þýzkum
æðum, er samt sem áður ögrunar-
hreimur í hinni hörðu tungu Norð-
manna og uppspretta dirfsku í
hjartslætti norðursins sem einkenn-
ir Norðmanninn hvar sem hann
hefir aðsetur, á íslandi eða í Sikiley,
á Rínarbökkum eða á bökkum Tems-
fljótsins.“
Daniel Willard Fiske (1831—1904)
var prófessor í Norðurlanda tungu-
málum og bókavörður á Cornell
háskólanum í Ithaca, New York, frá
1868 til 1883. Vafalaust var hann
lærðasti maður í Norðurlandafræð-
um á sinni tíð. Hann var mikill ís-
landsvinur og virti, eins og vera bar,
íslenzk fræði mikils. Hann var
spentur fyrir framförum á öllum
menningarsviðum. Þegar hann féll
frá ánafnaði hann Cornell háskólan-
um hið afarstóra bókasafn sitt, og
þar á meðal íslenzku deildina, sem
þá taldist hafa 8600 bækur, rit og
skjöl, en sem nú telur 25,000, og
nefnist “The Fiske Icelandic Col-
lection.” Ennfremur ánafnaði hann
öllu bókasafninu sjóð því til við-
halds og aukningar, sem nam meir
en hálfri milljón dollara. Þar að
auki ánafnaði hann íslenzku deild-
inni 500 dollara sjóð, og eiga vextir
af þeim sjóði að notast til þess að
gefa út ársrit á ensku, er snertir
íslenzk málefni. Þrjátíu og sjö hefti
hafa allareiðu verið gefin út undir
nafninu: “Islandica.” Ritstjóri þess