Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 100
Fyrir innan grindurnar
Höfundur ónefndur
Meistarinn sagði: Elskið óvini
yðar, — vissi að það er jafn mögu-
legt að elska óvini og vini, eða jafn
ómögulegt. Já, farðu fyrir mig og
elskaðu þann sem þér er sagt að
elska. Reyndu það. Gerðu það ef
þú getur. Allir, sem hafa elskað,
vita að ástin er manni ósjálfráð.
En hvað orskar ástina? Ekki er
fremur hægt að vekja ást hjá öðr-
um með góðvild, umhyggju, ást og
tilbeiðslu en með kulda, afskifta-
leysi og andúð. Ást og nærgætni
vekja oft og tíðum meiri fyrirlitn-
ing, en óvild og ofsókn. Vísindamenn
halda því fram að ástin stafi af ein-
hvers konar eitrun í líffærunum —
fer þá að verða skiljanlegra, hvern-
ig það atvikast að maður verður
ástfanginn af þeim sem hatar mann
og beztur þeim sem er manni verst-
ur. Hitt er með öllu óskiljanlegt af
hvaða orsökum það atvikast, eða
hittir svo á, að persónur elska hvora
aðra í sama mund. Þó ég neiti því
ekki að gagnkvæm ást sé til, þekki
ég hana ekki af eigin reynslu, nema
á mjög dulrænan hátt, og mun ég
víkja að því síðar. En allir geta gert
sér í hugarlund, hve það er óum-
ræðilega sárt að elska af öllu hjarta
þá persónu sem launar það með
kulda og kæruleysi, jafnvel óbeit og
fyrirlitningu.
Svo var því farið um mig gagn-
vart Helgu, að mér var mesta raun
að því hve mjög hún sóttist eftir
mér. Hins vegar bar ég mikla virð-
ingu fyrir hennar andlega atgerfi-
Helga var gáfuð stúlka og góð sál
og bar að því leyti langt af öðrum
stúlkum í byggðinni. En hvað stoð-
aði það, fyrst mér fanst hún ófríð og
fráhrindandi. Hún var samt hreinleg
og snyrtileg, og mér fanst hún langt
frá því að vera ógeðsleg. Það orð
fór af henni að hún væri með af-
brigðum hnyttin og orðheppin. Hug-
myndir hennar bárust mér iðulega til
eyrna og gat ég ekki annað en dáðst
að þeim, en ekki þótti mér þær
sama skapi vel sagðar. Annað hvort
voru þær hafðar rangt eftir henni»
eða hana brast hæfileikann til
láta þær í ljós, svo í lagi væri. Auð-
vitað var sitthvað að hugsa og tala-
Hæfileikar til að hugsa og láta hugs-
anirnar í ljós fylgdust sjaldan að 1
heilbrigðu jafnvægi. Sjálfur haf *
ég hugsað svo dýrlegar hugsanir a
mér var ómögulegt að koma þeun
orð. — í návist minni var hún jafnan
fálát og auðséð að henni var fram
úr máta órótt innan brjósts. Þa
hafði hún jafan fátt að segja; en e
hún sagði nokkuð, fórst henni þa
illa og sagði jafnvel það, sem e^
vissi að hún vildi ekki segja. Ósja
rátt vaknaði hjá mér löngun til a
koma í veg fyrir þessi óþmgm 1
hennar, í þeim tilgangi að hafa nan
ari kynni af sál hennar og ver 3