Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 104
Bækur Jakobína Johnson: KERTALJÓS Leiftur H.F. — Reykjavík Fallegasta og kærkomnasta jóla- gjöfin, sem mér barst núna um há- tíðirnar er þessi nýa útgáfa af Kerialjósum. Áður hafði út komið smærri bók með sama nafni, og einnig í skrautútgáfu barnaljóðin: Sá ég svani. — Nú er það kver tekið upp aftast í þessa bók, sem einnig hefir flest af þeim kvæðum, er skáld- konan hefir ort í seinni tíð. En því fer fjarri, að hér sé alt til tínt, sem hún hefir kveðið á íslensku — að maður nú ekki nefni ensku kvæðin og þýðingarnar. Ég hefi svo oft þrá- staglast á móti hinum svonefndu úrvals útgáfum, að við upptuggu liggur. En samt get ég ekki stilt mig um eitt eða tvö dæmi. Hugsum okkur, að hreppstjórinn í Akra- hreppi hefði átt að velja úr kvæðum Bólu-Hjálmars. Mundi hann hafa tekið með vísuna: Stenst eg lítt við á Stóru-Ökrum? Og hvað mundi t. d. hákristinn Helvítis postuli hafa gjört við íslandskvæðið, þar sem Hjálmar hótar drotni því, að rífa ofan af honum þakið, ef hann ekki bæn- heyri sig. En hér er um ekkert slíkt að ræða. Skáldkonan réði ein um, hvað í bókina fór; og get ég vel skilið að höfundar leggi til síðu ýmislegt fyrir ástæður sem þeim eru einum kunnar, án tillits til bók- mentalegs gildis. Eigi að síður er að því eftirsjá, ekki síst, þegar engin líkindi standa til, að heildarútgáfur verði nokkurn tíma gerðar. Önnur er sú kredda mín, að taka aldrei vísur eða vísuparta út úr samhengi heils kvæðis sem dæmi um snild eða ágætis þess. Þegar ég hefi lesið stundum miður vel valin dæmi af þessu tæi, finst mér að lesandinn hafi átyllu til að efast um verðmaeti alls þess sem ekki er nefnt. Það hefir verið sagt um kvaeði Jakobínu, að þau væru björt og lífs' glöð og laus við heimsádeilu. Satt er það, því jafnvel í hinum fögru og látlausu minningarkvæðum urn dótturina, sem tærðist upp og son- inn, sem týndist á hafsbotni, engin æðra, engin missætti við ti' veruna. En ekki geng ég þess sam dulinn, að í öllum fjölda kvæðanna felist þó munklökk undiralda, næg1 leg til þess að gera þau að betn skáldskap en ella. Þegar ég leS kvæði, sem snertir samhljóða streng í hjarta mínu, finst mér einhvern veginn, að það hafi ekki orðið 1 eingöngu fyrir einbeitni huganS; Mér finst að einhver innri rödd ha 1 kvíslað skipun um að festa það a blað. Stundum eru raddirnar ja n vel fleiri en ein, sem togast a u völdin. Ég ætla að nefna eitt kvæ n sem mér virðist að hafa orðið ti þennan hátt. Og ég vil strax ta það fram, að frá almennu miði er það ef til vill hvorki be
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.