Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 104
Bækur
Jakobína Johnson:
KERTALJÓS
Leiftur H.F. — Reykjavík
Fallegasta og kærkomnasta jóla-
gjöfin, sem mér barst núna um há-
tíðirnar er þessi nýa útgáfa af
Kerialjósum. Áður hafði út komið
smærri bók með sama nafni, og
einnig í skrautútgáfu barnaljóðin:
Sá ég svani. — Nú er það kver tekið
upp aftast í þessa bók, sem einnig
hefir flest af þeim kvæðum, er skáld-
konan hefir ort í seinni tíð. En því
fer fjarri, að hér sé alt til tínt, sem
hún hefir kveðið á íslensku — að
maður nú ekki nefni ensku kvæðin
og þýðingarnar. Ég hefi svo oft þrá-
staglast á móti hinum svonefndu
úrvals útgáfum, að við upptuggu
liggur. En samt get ég ekki stilt mig
um eitt eða tvö dæmi. Hugsum
okkur, að hreppstjórinn í Akra-
hreppi hefði átt að velja úr kvæðum
Bólu-Hjálmars. Mundi hann hafa
tekið með vísuna: Stenst eg lítt við
á Stóru-Ökrum? Og hvað mundi t. d.
hákristinn Helvítis postuli hafa gjört
við íslandskvæðið, þar sem Hjálmar
hótar drotni því, að rífa ofan af
honum þakið, ef hann ekki bæn-
heyri sig. En hér er um ekkert slíkt
að ræða. Skáldkonan réði ein um,
hvað í bókina fór; og get ég vel
skilið að höfundar leggi til síðu
ýmislegt fyrir ástæður sem þeim eru
einum kunnar, án tillits til bók-
mentalegs gildis. Eigi að síður er
að því eftirsjá, ekki síst, þegar engin
líkindi standa til, að heildarútgáfur
verði nokkurn tíma gerðar. Önnur
er sú kredda mín, að taka aldrei
vísur eða vísuparta út úr samhengi
heils kvæðis sem dæmi um snild eða
ágætis þess. Þegar ég hefi lesið
stundum miður vel valin dæmi af
þessu tæi, finst mér að lesandinn
hafi átyllu til að efast um verðmaeti
alls þess sem ekki er nefnt.
Það hefir verið sagt um kvaeði
Jakobínu, að þau væru björt og lífs'
glöð og laus við heimsádeilu. Satt er
það, því jafnvel í hinum fögru og
látlausu minningarkvæðum urn
dótturina, sem tærðist upp og son-
inn, sem týndist á hafsbotni,
engin æðra, engin missætti við ti'
veruna. En ekki geng ég þess sam
dulinn, að í öllum fjölda kvæðanna
felist þó munklökk undiralda, næg1
leg til þess að gera þau að betn
skáldskap en ella. Þegar ég leS
kvæði, sem snertir samhljóða streng
í hjarta mínu, finst mér einhvern
veginn, að það hafi ekki orðið 1
eingöngu fyrir einbeitni huganS;
Mér finst að einhver innri rödd ha 1
kvíslað skipun um að festa það a
blað. Stundum eru raddirnar ja n
vel fleiri en ein, sem togast a u
völdin. Ég ætla að nefna eitt kvæ n
sem mér virðist að hafa orðið ti
þennan hátt. Og ég vil strax ta
það fram, að frá almennu
miði er það ef til vill hvorki be