Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 42
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON:
Sigurverkið
(Sjónvarpsþátíur)
Hvítt svefnherbergi — dyr til
vinstri handar — gluggi til hægri.
Á borði undir glugganum logar á
kerti, 'þetta er um nótt. Úr, sem
liggur á borðinu heyrist ganga.
Fremst á lei'ksviðinu er rúm með
hvítri ábreiðu — höfðalagið við
vegginn til hægri. í rúminu liggur
maður hreyfingarlaus og náfölur.
All langt hlé unz ljósið hoppar upp
af kertinu og deyr. Dauf birta af
tunglsljósi lýsir inn um gluggann.
Eftir stutta stund þagnar úrið sem
heyrzt hefur ganga. Löng og djúp
þögn.
Læknirinn og konan, bæði hvít-
klædd, koma inn, hljóðlega — nema
staðar hjá rúminu.
Konan (litast um): Hví er svona
dimmt?
Læknirinn: Það hefur dáið á kert-
inu.
Konan: Eitthvað hefur gerzt.
Læknirinn (bendir á manninn í
rúminu): Sjáðu.
Konan (óttaslegin): Er hann dá-
inn?
Læknirinn: Ég veit ekki hvað ég
á að segja um það. Menn byrja að
deyja þegar þeir fæðast. Þeir deyja
ekki allt í einu.
Konan (rólegri): Er hann ennþá
lifandi?
Læknirinn: Hann mundi af flest-
um talinn dauður. Læknar gera
mjög lítið af því að lífga þá menn
við, sem dauðir eru.
Konan: Þeir geta ekki lífgað þá
við sem sálin hefur yfirgefið.
Læknirinn: Jú, með því móti að
lofa sálinni að koma aftur í líkam-
ann. Margar sálir, sem yfirgefa lík-
amann, vilja ekki koma í hann aftur.
En auðvitað — sál, sem hefur verið
mjög hamingjusöm í líkamanum,
kemur í hann aftur ef hún á kost á
því og önnur sál verður ekki fyrri
til að stökkva í hann. Læknar vita
að það er ekki háskalaust að lífga þá
sem dauðir eru. Þeim er vorkunn,
þeir vilja ekki taka á sig ábyrgðina.
Konan: Mundir þú vilja endur-
lífga líkama mannsins míns, ef ég
tæ'ki á mig ábyrgðina?
Læknirinn: Já. En þú gengur þess
ekki dulin að það getur verið hættu-
legt. Látum okkur sjá. Var þessi
maður hamingjusamur í samfélagi
við þig?
Konan: Já, við vorum bæði ham-
ingjusöm, þó hann væri sjúklingur.
Hann var sá góði.
Læknirinn: Gaf hann sér sjálfur
nafnið sá góði?
Konan: Nei. Ég.
Læknirinn: Margir vondir eru með
góðu nafni; margir góðir með vondu
nafni.