Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 42
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON: Sigurverkið (Sjónvarpsþátíur) Hvítt svefnherbergi — dyr til vinstri handar — gluggi til hægri. Á borði undir glugganum logar á kerti, 'þetta er um nótt. Úr, sem liggur á borðinu heyrist ganga. Fremst á lei'ksviðinu er rúm með hvítri ábreiðu — höfðalagið við vegginn til hægri. í rúminu liggur maður hreyfingarlaus og náfölur. All langt hlé unz ljósið hoppar upp af kertinu og deyr. Dauf birta af tunglsljósi lýsir inn um gluggann. Eftir stutta stund þagnar úrið sem heyrzt hefur ganga. Löng og djúp þögn. Læknirinn og konan, bæði hvít- klædd, koma inn, hljóðlega — nema staðar hjá rúminu. Konan (litast um): Hví er svona dimmt? Læknirinn: Það hefur dáið á kert- inu. Konan: Eitthvað hefur gerzt. Læknirinn (bendir á manninn í rúminu): Sjáðu. Konan (óttaslegin): Er hann dá- inn? Læknirinn: Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Menn byrja að deyja þegar þeir fæðast. Þeir deyja ekki allt í einu. Konan (rólegri): Er hann ennþá lifandi? Læknirinn: Hann mundi af flest- um talinn dauður. Læknar gera mjög lítið af því að lífga þá menn við, sem dauðir eru. Konan: Þeir geta ekki lífgað þá við sem sálin hefur yfirgefið. Læknirinn: Jú, með því móti að lofa sálinni að koma aftur í líkam- ann. Margar sálir, sem yfirgefa lík- amann, vilja ekki koma í hann aftur. En auðvitað — sál, sem hefur verið mjög hamingjusöm í líkamanum, kemur í hann aftur ef hún á kost á því og önnur sál verður ekki fyrri til að stökkva í hann. Læknar vita að það er ekki háskalaust að lífga þá sem dauðir eru. Þeim er vorkunn, þeir vilja ekki taka á sig ábyrgðina. Konan: Mundir þú vilja endur- lífga líkama mannsins míns, ef ég tæ'ki á mig ábyrgðina? Læknirinn: Já. En þú gengur þess ekki dulin að það getur verið hættu- legt. Látum okkur sjá. Var þessi maður hamingjusamur í samfélagi við þig? Konan: Já, við vorum bæði ham- ingjusöm, þó hann væri sjúklingur. Hann var sá góði. Læknirinn: Gaf hann sér sjálfur nafnið sá góði? Konan: Nei. Ég. Læknirinn: Margir vondir eru með góðu nafni; margir góðir með vondu nafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.