Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 35
SKÁLD ATHAFNANNA
17
„Aðal umræðuefni hans“, eins og
stórblaðið New York Times sagði í
hinni ítarlegu og merkilegu ævi-
minningu sinni um Vilhjálm (27.
ágúst 1962), „voru þau, að Norður-
heimskautslöndin væru ekki ægi-
legur illvættur, eins og þeim hafði
verið lýst af öðrum, heldur vina-
legir og byggilegir staðir, með
geysilegum ótæmandi auðlindum,
og að þau yrðu í framtíðinni kross-
götur í ferðum umhverfis jörðina
(global crossroads).“
Framan nefndar kenningar Vil-
hjálms um heimskautslöndin voru
þá einnig meginefnið í mörgum bók-
um hans, ritgerðum hans, ræðum og
fyrirlestrum svo þúsundum skipti,
en hann var bráðsnjall ræðumaður,
sem tók lesendur sína föstum tökum,
enda hafði hann þegar á háskólaár-
um sínum í Grand Forks getið sér
mikið orð fyrir ræðumennsku og
rökfimi.
Réttilega hefir Vilhjálmur einnig
verið nefndur „Spámaður Norðurs-
ins“. Spádómar hans í hinni frægu
bók hans The Norlhward Course of
Empire (í norðurveg), sem út kom
1922, hafa þegar rætzt í ríkum mæli.
Hann vakti manna fyrstur athygli á
auðlindum og framtíðarmöguleikum
kanadíska heimskautslandsins. Flug-
ferðirnar yfir Norðurheimskautið,
sem hann spáði fyrir mörgum árum,
að koma myndu, eru nú orðnar dag-
legur viðburður. Sama máli gegnir
um spádóm hans um siglingu kaf-
báta undir heimskautsísnum. Hann
opnaði heiminum ný lönd á norður-
vegum, já, nýja framtíðarveröld á
þeim slóðum. Því segir Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson réttilega í fyrrnefndu
kvæði sínu um Vilhjálm:
Úr norðursins leiftrandi ljóma
þú lýsigull þekkingar grófst.
Með mannkynsins merkustu sonum
þú menningarvísindin hófst.
Sem skammdegið norðurljós lýsa,
þú lýsir upp eyðurnar þær,
sem þjóðirnar þekkja á morgun,
en þekkti ei heimur í gær.
Vegna hinnar löngu reynslu Vil-
hjálms í norðurferðum og víðtækar
sérþekkingar hans á heimskauts-
löndunum, var áratugum saman til
hans leitað um fræðslu og holl ráð í
þeim efnum bæði af hálfu opinberra
aðila í Bandaríkjunum og flugfélaga.
Rússar urðu þó enn fyrri til þess að
notfæra sér kenningar hans um
heimskautslöndin sér til mikillar
gagnsemdar.
Vilhjálmi Stefánssyni var íslenzk
bókhneigð í blóð borin, og sjálfur
var hann óvenjulega snjall rithöf-
undur. Dr. Isiah Bowman, fram-
kvæmdastjóri ameríska Landfræði-
félagsins, hefir lýst málfari hans og
stíl með þessum orðum: „Stefánsson
gerir hvaða sögu sem er hrífandi,
hvort sem hann segir hana munn-
lega eða færir í letur. Eðlisávísun
hans gerir honum þetta létt, því að
hann er af íslenzkum þjóðstofni.“
(„Vilhjálmur Stefánsson“, Árbók
Háskóla íslands, 1929, 1930).
Hann var að sama skapi mikilvirk-
ur rithöfundur. Eftir hann liggja 24
bækur og yfir 400 ritgerðir. Auk
bóka hans, sem þegar hafa verið
nefndar, má draga athygli að þess-
um: My Life wiih ihe Eskimo (Með-
al Eskimóa, 1913), stytt útgáfa 1927,
Unsolved Mysieries of ihe Arciic
(Torráðnar gátur úr Norðurvegi,
1938), Uliima Thule (1940), Green-
land (Grænland, 1942) og Norih-