Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 112

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 112
94 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Nefndarálii Laugardainn þann 20. jan. 1962 hélt stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins fund og ræddi meðal annars þann fjárhags- halla, sem verið hefir á útgáfu Tíma- rits Þjóðræknisfélagsins hin síðari ár og einnig, hvað helzt mætti gera til úrbóta í þeim efnum. Samþykkt var að veita forseta Þjóð- ræknisfélagsins heimild til að skipa þrjá menn í nefnd, er í samráði við forseta sjálfan og Gísla Jónsson ristjóra skyldu gera tillögur, er lagðar yrðu fyrir næsta ársþing Þjóðræknisfélagsins í nafni stjórnarnefndar. Forseti félagsins, dr. Richard Beck, skipaði eftirtalda menn í nefndina: Gretti L. Johannson féhirði Þjórækn- isfélagsins sem formann nefndar, Guð- mann Levy og Harald Bessason. Á fundi, sem nefndin hélt þann 26. jan. s.l. með Gísla Jónssyni ritstjóra var eftirfarandi tillaga gerð: „Hið fertugasta og þriðja ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi veitir væntanlegri stjórnarnefnd heimild til að ráða ritstjóra og auglýs- ingasafnendur fyrir Tímaritið og að sjá um útgáfu þess að öðru leyti. Einnig samþykkir þingið, að athuga megi, hvort ekki sé unnt að fá stuðning frá íslenzkudeild Manitobaháskóla til út- gáfunnar, svo og, að ritstjórum verði heimilað að birta í Tímaritinu, að meira eða minna leyti, ritgjörðir á ensku um þau efni, sem varða menningu fslend- inga austan hafs og vestan og enskar þýðingar á íslenzkum úrvalsritum." Flutningsmaður lagði til, að nefndar- álitinu yrði vísað til útgáfumálanefnd- ar. Sú tillaga var studd og samþykkt. Séra Hjalti Guðmundsson flutti þessu næst álitsgjörð þingnefndar í samvinnu- málum við ísland. Skýrsla þingnefndar í samvinnumálum við ísland 1. Þingið lýsir yfir mikilli ánægju sinni með hina ágætu heimsókn Forseta ís- lands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar og konu hans frú Dóru Þórhallsdóttur og fylgdarliðs þeirra á s.l. hausti. Telur þingið, að heimsókn þeirra hafi orðið til þess að styrkja enn traustari böndum, bróðurhug og vináttu íslendinga austan hafs og vestan. Fagnar þingið mjög þeim hlýhug og skilningi, sem berlega kemur í ljós frá stjórnarvöldum íslands á menningu og störfum íslendinga vestan hafs. 2. Þingið samgleðst forseta Þjóðrækn- isfélagsins, dr. Richard Beck með heiður þann, sem honum var sýndur, er hann var gerður heiðursdoktor í heimspeki við Háskóla íslands s.l. haust í tilefni af 50 ára afmæli Háskólans. Telur þingið, að í því felist mikil og verðskulduð við- urkenning á störfum dr. Beck að þjóð- ræknismálum á undanförnum árum. 3. Þingið fagnar útkomu Æfiskráa Vestur-íslendinga, sem er stórvirki, sem ómetanlegur fengur er að. Væri gott, ef unnt yrði að taka upp í næstu bindi æfiatriði látinna íslendinga. Þingið vill beina því til útgefenda ritverksins, að þeir fái umboðsmann í Winnipeg, sem gæti svarað fyrirspurnum og veitt upp- lýsingar um þetta mikla verk og hefði það auk þess til sölu. Þingið lýsir full- um stuðningi sínum við þetta mikla verk og býður fram þá samvinnu, sem það má. 4. Þingið gleðst yfir því, að nú skuli vera ungur Vestur-fslendingur við nám í íslenzku við Háskóla íslands á styrk frá Menntamálaráði íslands. Þingið minnist einnig með þakklæti starfs „Canada-Iceland Foundation" og árang- urs þess. Er það von þingsins, að á kom- andi árum muni margir ungir menn og konur eiga þess kost að stunda nám á íslandi og í Kanada með stuðningi þess- ara stofnana. 5. Það er þinginu mikið fagnaðarefni, að Alþingi íslendinga skuli enn sem fyrr styðja útgáfu Lögbergs-Heimskringlu með ríflegu fjárframlagi. Sýnir það lofs- verðan skilning á nauðsyn málgagns á íslenzku í Vesturheimi. 6. Þingið er þakklátt þeim, er sendu leikritið „Hrólf“ til flutnings á fundum deilda Þjóðræknisfélagsins og vonar, að slíkar sendingar megi verða fleiri. Einnig væri það þinginu fagnaðarefni, ef hægt yrði að fá íslenzkar hljómplötur keyptar í Winnipeg. 7. Þingið lýsir ánægju sinni yfir heimsóknum góðra gesta frá íslandi og vonar, að þær megi verða sem tíðastar. Telur þingið, að persónuleg kynni, sem stofnað er til með slíkum heimsóknum hafi mikil áhrif til styrktar sambandinu milli fslendinga austan hafs og vestan. 8. Þingið fagnar því, að Þjóðræknis- félagið hefir tekið að sér sölu á 500 króna gullpeningi íslenzkum, sem seldur er til að standa straum af nauðsynleg- um framkvæmdum á Rafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar. Hvetur þingið bæði deildir og einstaka meðlimi deilda að kaupa peninginn. 9. Þingið lýsir ánægju sinni yfir ágætri samvinnu við Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Reykjavík og ágætu starfi þess undir forystu Sigurðar Sigurgeirs; sonar. Telur þingið, að starf félagsins se
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.