Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 60
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Olson, um undanfarin ár „Deaconess“ við Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, á íslandi á vegum biskups íslands, dr. Sigurbjörns Einarssonar, og íslenzku þjóðkirkjunnar. Hafði Sister Laufey fengið styrk til þeirrar námsdvalar frá Alþjóðasambandi lútersku kirkjunnar (Lutheran World Federation) í Genf í Sviss. Ágúst — í þeim mánuði ferðaðist 40 manna hópur frá íslandi víðsvegar um byggðir íslendinga í Canada og Banda- ríkjunum frá hafi til hafs. Fararstjórar voru þeir séra Bragi Friðriksson og Guðni Þórðarson blaðamaður. 6. ágúst — Sjötugasti og þriðji íslend- ingadagur haldinn að Gimli, Man. Ágúst — Frú Ingibjörg Jónsson, rit- stjóri Lögbergs-Heimskringlu, dvaldi þann mánuð á fslandi 1 boði Vestmanna- eyja, en Þjóðræknisfélagið á fslandi átti einnig hlut að heimboðinu. Flutti frú Ingibjörg ræðu á hinni kunnu og fjöl- sóttu þjóðhátíð Vestmannaeyinga í ágústbyrjun og ferðaðist síðan austur og norður um land. í för með henni var systir hennar, frú Thórunn Valgardsson frá Moose Jaw, Sask. Ágúst — Björn Jónasson, sveitar- stjóri Siglunesbyggðar í Manitoba, heiðr- aður með fjölmennu og sérstaklega virðulegu samsæti í Ashern, Man., er hann lét af störfum eftir meir enn 40 ár í sveitarstjóra sessinum. Margir for- ystumenn fylkisins fluttu ræður og vottuðu heiðursgestinum virðingu sína og þakklæti. Landbúnaðarráðherra fylk- isins ávarpaði hann fyrir hönd Dufferins Roblin forsætisráðherra og afhenti hon- um heiðursmerki fyrir frábæra þjónustu. Hið sama gerði forseti sambands sveit- arfélava fyrir hönd síns félagsskapar, og var Björn jafnframt kosinn heiðursfélagi þeirra samtaka. Hann er fæddur í Mý- vatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu 20. okt. 1884 og kom vestur um haf til Kanada 1893 með foreldrum sínum, Þorláki Jónassyni frá Grænavatni og Kristrúnu Pétursdóttur frá Reykjahlíð. 16. ágúst — Vann séra Jóhann Frið- riksson, Erickson, Manitoba, það afrek að synda fram og aftur yfir Clear Lake, Man., en það er 19 enskra mílna vega- lengd. Mikill fjöldi áhorfenda á landi og í bátum á vatninu fylgdist með sundinu, og þótti það vel af sér vikið af manni rúmlega sextugum að aldri, enda vakti þetta afrek séra Jóhanns víðtæka at- hygli í blöðum og útvarpi. 21. ágúst — Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, afhenti á Rafnseyri málverk af Jóni Sigurðssyni, en mál- verkið er gjöf frá Páli bónda Guðmunds- syni í Leslie, Sask., sem áður hefir sýnt mikla ræktarsemi sína til fslands með stórgjöf til skógræktar og með öðrum merkisgjöfum. Málverkið er gert af Halldóri Péturssyni eftir ljósmynd af Jóni Sigurðssyni. Páll er frá Rjúpna- felli í Vopnafirði og flutti vestur um haf 1911; hann hefir verið maður mjög á- hugasamur um vestur-íslenzk þjóðrækn- is- og menningarmál. 31. ágúst — 3. sept. — Ársþing „The Western Canada Unitarian Conference“ haldið í Banff, Alberta. Séra Philip M. Pétursson, Winnipeg, var endurkosinn útbreiðslustjóri. 9. sept. — Minningarguðsþjónusta um dr. Vilhjálm Stefánsson haldin í Víkur- kirkju að Mountain, en hinn víðfrægi landkönnuður og rithöfundur ólst upp þar í byggð. Séra Kolbeinn Sæmundsson, sem þá þjónaði Mountain prestakalli um stundarsakir, stjórnaði minningarathöfn- inni, en dr. Richard Beck flutti minn- ingarræðuna. 14.—16. sept. — Þrítugasta og áttunda ársþing Bandalags lúterskra kvenna (The Lutheran Women’s League of Mani- toba) haldið í Riverton, Man. Mrs. Ingi- björg Bjarnason Goodridge var endur- kosin forseti. 27. sept. — Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi tók þátt í skrúðsýningu, sem fram fór undir umsjón Wjnnipeg Y.M.C.A. í sambandi við tuttugasta árs- þing aðalfélagsins (National Council of Y.M.C.A.). Frú Hólmfríður Daníelsson, varaféhirðir Þjóðræknisfélagsins, sá um þátttöku íslendinga, samdi leikþáttinn og umsögn þá, er lesin var samtímis því og sýningin fór fram, en hún var tákn- ræn lýsing á bókmenntahneigð og starfi íslendinga og heimilislífi þeirra. Nokkrar íslenzkar konur, klæddar íslenzkum þjóðbúningum, tóku einnig þátt í sýn- ingunni, sem þótti mjög vel takast, og sungu íslenzk þjóðlög. Okt. — Dr. Kjartan I. Johnson, læknir í Pine Falls, Man., kjörinn forseti Lækna- félagsins í Manitoba (Manitoba Medical Association) á ársþingi þess í Winnipeg- Hann er fæddur að Lundar, Man., 1910, sonur landnámshjónanna Einars (Þ°J" kelssonar) Johnson, ættaður úr Svarfað- ardal, og Oddfríðar Þórðardóttur, sem fædd var í Borgarhreppi í Mýrasýslu. 18. okt. -— Átti hinn mikli fróðleiks- maður Árni Myrdal, að Point Roberts, Wash., níræðisafmæli. Hann er sérstæð- ur maður og fjölhæfur snillingur, og víðkunnur meðal íslendinga fyrir frum- samdar og þýddar ritgerðir sínar í vest- ur-íslenzku vikublöðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.