Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 27
SKÁLD ATHAFNANNA 9 veiðilíf hans og vetrarferðir í heim- skautslöndunum. En æskuumhverfið í N.-Dakota varð honum einnig áhrifaríkt með öðrum hætti. Fangvíð sléttan tók, eins og hann segir sjálfur, hug hans föstum tökum á þessum mikilvægu þroskaárum hans. Hún kynti undir aevintýraþrá hans og gaf draumum hans byr undir vængi. íslendinga- sögur og aðrar íslenzkar fornsögur, sem hann heyrði föður sinn lesa í heimahúsum á vetrarkvöldum, að gömlum og góðum íslenzkum sið, og hann las sjálfur síðar, urðu honum einnig hvatning til dáða, eins og þær hafa verið fslendingum öldum sam- an. Á unglingsárunum vann Vilhjálm- ur ýmis sveitastörf, meðal annars sem kúreki, eins og hann gat um í frásögn þeirri í bók sinni, er vitnað var til. En snemma komu náms- hæfileikar hans í ljós, og þekkingar- þorsti hans var takmarkalaus, enda las hann allt, sem hann komst yfir. Eftir barnaskólanám á Mountain og á öðrum skólum, sem hann átti kost á að sækja innan sveitar sinnar, stundaði hann nám á Ríkisháskólanum (University of North Dakota) í Grand Forks, en lauk þó eigi fullnaðarprófi þar. Varð brottför hans þaðan með all sögu- legum hætti og mynduðust um dvöl bans þar margar sögur, sem rúm leyfir eigi að rekja á þessum vett- vangi, þótt skemmtilegt væri. En um uiegintilgang sinn með skólagöngu á æðri skóla fer hann svofelldum orðum í fyrrnefndum inngangskafla sínum að Veiðimenn á hjara heims: »Fyrir mitt leyti hafði ég einsett mér að verða skáld og áleit skóla- menntun nauðsynlegan undirbúning þess.“ Jafnframt náminu á Ríkisháskól- anum í Grand Forks vann hann fyrir sér með ýmsum hætti, en skóladög- um hans þar lauk á miðjum vetri 1902; fékk hann þá vinnu við dag- blað í Grand Forks, og stuttu síðar gerðist það, að Demókratar í N.- Dakota útnefndu hann til þess að vera í kjöri af sinni hálfu sem fræðslumálastjóraefni þar í ríkinu (State Superintendent of Education). Sannleikurinn er sá, að hann var of ungur til þess að skipa þann sess, ef hann hefði verið kosinn, en til þess kom ekki, því að hann og allir hinir Demókratanna, er í kjöri voru, féllu við kosningarnar, enda voru þeir í miklum minni hluta í N.-Da- kota á þeim árum. Þar með var lok- ið stjórnmálaferli Vilhjálms, en hvergi nærri námsferli hans, góðu heilli. Haustið 1902 hóf hann nám á Rík- isháskólanum í Iowa (University of Iowa), og lauk prófum þar í fjögurra ára námsgreinum á svo stuttum tíma, að hann brautskráðist þaðan vorið 1903. Var þar um einstætt námsafrek að ræða. Fyrir aðstoð þeirra Dr. Samuel Eliot og Rev. W. W. Fenn, leiðtoga Únítara kirkjunnar, sem kynnzt höfðu Vilhjálmi nokkrum árum áður og litizt vel á hann, hlaut hann nú námstyrk til frekara náms í Guð- fræðideild Harvard-háskóla, þar sem Dr. Fenn var prófessor í guðfræði, en með þeim skilningi, að hann mætti breyta til um námsefni, ef til kæmi, þar sem hann taldi lítil líkindi á því, að hann gerðist nokk- urn tíma prestur. Kom það einnig í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.