Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 45
SIGURVERKIÐ
27
Læknirinn: Það er um hið óþekkta
sem okkur varðar mest. „Sá vondi“
hefði kannske verið góður maður,
ef hann hefði verið veikur og liðið
þjáningar. Ef ekki hefði svo verið,
áttu samt á hættu að hann sé nú
orðinn góður og hinn, sá góði vond-
ur.
Konan: Ég trúi ekki að dauðinn
breyti neinum.
Læknirinn: Auðvitað kæmi ekki
nema annar þeirra í líkamann, ef
færi gæfist. Það gæti gert mikinn
mun, hvort hann væri vondur eða
góður sem kæmi, en engan mun,
hvor þeirra það væri sem væri vond-
ur eða góður.
Konan: Ég man að hann sagði, sá
góði, að hið góða sigraði að lokum.
Læknirinn: Hættan er fólgin í því
eð afturkalla hinn vonda, hvor
þeirra sem það er.
Konan: Þú hefur möguleika til að
afturkalla heila góða sál í heilbrigð-
an líkama — góðan mann. Láttu
hann koma.
Læknirinn: Mundu að þú gefur
þeim vonda sama tækifæri.
Konan: Ég er reiðubúin að taka
afleiðingunum.
Læknirinn: Sá er kæmi í líkaman
mundi verða sá er fyrri yrði til að
hugsa sér að verða fyrri til og fyrri
til að framkvæma það, hvort sem
hann væri vondur eða góður.
Konan: Það þarf afl til að beita
snarleika.
Læknirinn: Aflið er hið sama,
hvort sem það er afl hins sterka eða
afl hins veika, hvort sem því er beitt
til ills eða góðs — aflið er hið sama.
(Konunni hnykkir við). Hvor þess-
ara manna sem hefur hvorttveggja
aflið og snarræðið fram yfir hinn, er
líklegur að sigra. (Konan hoppar
eitt skref afturábak). En hvor þeirra
það er vitum við ekki fyrr en á
reynir. Ég hef varað þig við hásk-
anum. (Tekur úrið upp af borðinu
— leggur það við eyrað á sér —
hlustar.) Úrið hefur stanzað — ann-
aðhvort af því að það var útgengið
eða fjöðrin hefur slitnað. En hún
mundi ekki hafa slitnað af sjálfu sér
eftir að tók að slaka á henni. Hvort
hún er útgengin eða slitin veit mað-
ur ekki að óreyndu. Má vera að ann-
arhvor þeirra, sá sem hafði meiri
snarleika — ekki nauðsynlega sá
sterkari, hafi rokið í fjöðrina og
slitið hana til að koma 1 veg fyrir
að hinn gæti lengt ævi sína í líkam-
anum og með því móti útilokað
sjálfan sig og þá báða. (Þögn). Hálf-
ur dauði er það að vera útgenginn,
en heill dauði þegar fjöðrin slitnar
og enginn verður þá afturkallaður í
líkamann. Hálfur dauði er það mesta
sem læknar geta ráðið við. (Lítur
snöggvast á úrið). Á ég að freista
lukkunnar og reyna að draga upp
úrið?
Konan: (Hefur staðið eins og
steini lostin. Ákveðin). Já!
Læknirinn leggur frá sér úrið —
fer í hvíta vettlinga — setur upp á
sig hvíta húfu — bindur hvítan klút
fyrir munn sinn og nef — tekur að
snúa upp á höfuðið á manninum
eins og hann mundi draga upp úr.
Konan grípur fram fyrir hendurn-
ar á lækninum. Áköf: Nei! Ekki.
Læknirinn réttir úr sér. Auðsjá-
anlega feginn: Það verður oftast
nær eitthvað til að aftra því að
þetta lukkist almennilega.
Sýnin hverfur skyndilega.