Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 101
ÞINGTÍÐINDI
83
því að láta þann draum skáldsins ræt-
ast á sem víðtækastan hátt.
Skýrslur deildar verða fluttar eins og
venja er til, en þær lýsa því bezt,
hvernig horfir við í málum vorum, en
ég hefi margsinnis í skýrslum mínum
dregið athygli að því, að þær eru grund-
völlurinn að starfi félagsins, sem enn
stendur, góðu heilli, víða fótum, og ber
oss að leggja þeim allt það lið í starfi
þeirra, sem vér getum. Samtímis þakka
ég, í nafni félagsins, deildunum öllum
starf þeirra á árinu og bið þeim vel-
farnaðar um ókomin ár.
„Höldum vörð um helgilundinn,“_ seg-
ir Davíð Stefánsson í Háskólaljóðum
sínum, sem fyrr var vitnað til. Það getur
verið kjörorð vort í framtíðinni, því að
starf félags vors er og hefir verið helgað
varðveizlu og ávöxtun alls hins fegursta
og lífrænasta í ættararfi vorum. í þeim
anda býð ég yður öll hjartanlega vel-
komin á 43. ársþing félags vors, og lýk
máli mínu með eftirfarandi orðum úr
kvæðaflokki Davíðs skálds, sem alveg
eins eiga erindi til vor íslendinga vest-
an hafs og til ættþjóðar vorrar, og ekki
sízt lokaljóðlínurnar:
Við tölum íslenzkt tungumál.
Við tignum guð og landsins sál
og fornan ættaróð.
Þeir gjalda bezt sinn gamla arf,
sem glaðir vinna þrotlaust starf
til vaxtar vorri þjóð.
Forseti minntist sérstaklega þeirra
félaga er látizt höfðu á árinu. Risu þing-
gestir úr sætum í virðingarskyni við
hina látnu. Dr. V. J. Eylands gerði og að
tillögu sinni, að þinggestir vottuðu
forseta þakklæti fyrir ágæta skýrslu með
því að rísa úr sætum. Var svo gert þeg-
ar. Einnig bar þingheimur fram ham-
ingjuóskir til handa dr. Beck vegna þess
mikla heiðurs, er Háskóli íslands hafði
þá nýlega sýnt honum með því að kjósa
hann heiðursdoktor í heimspeki.
Mrs. Kristín Johnson gerði þessu
næst tillögu um, að forseta yrði falið að
skipa þriggja manna kjörbréfanefnd.
Mrs. Marja Björnson studdi, og var til-
lagan samþykkt.
Kjörbréfanefnd:
Guðmann Levy
Miss Guðbjörg Sigurðson
J. B. Johnson
Grettir L. Johannson gerði tillögu um,
að forseta yrði falið að skipa þriggja
manna dagskrárnefnd. Sú tillaga var
studd og samþykkt.
Dagskrárnefnd:
Dr. V. J. Eylands
Einar Þorvaldsson
Mrs. Kristín Thorsteinsson
Féhirðir, G. L. Johannson flutti þessu
næst fjárhagsskýrslu Þjóðræknisfélags-
ins og skýrslu um húseign félagsins á
Home Street. Fjármálaritari, Guðmann
Levy, flutti og ársskýrslu sína.
FJÁRHGSSKYRSLA FÉHIRÐIS
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
f VESTURHEIMI
Tekjur og úígjöld yfir fímabilið
10. febr. 1961 lil 7. febr. 1962
TEKJUR:
10. febr. 1961,
Innstæða, Royal
Bank of Canada
Frá fjármálaritara,
meðlimagjöld
Tillög styrktar-
félaga
Auglýsingar,
42. árg. Tímaritsins 1,385.50
Auglýsingar,
43. árg. Tímaritsins 140.00
Seld Tímaritssamstæða 99.50
Húseignin, 652 Home St., Wpg. 1,750.79
Bankavextir 145.86
Greiðsla frá Þjóðræknisfélagi íslands 450.00
Borgun fyrir Æviskrár V.-ís. 12.00
Sala á Minnispen- ing Jóns Sig- urðssonar 255.14
Allar tekjur á árinu $4,944.28
Samtals $6,455.54
ÚTGJÖLD:
Ársþingskostnaður $ 208.73
Ágóði af sam- komu þingsins 72.00 $ 136.73
Tímarit, 42. árg.: Ritstjórn og rit- laun 243.25
Prentun (áður borgað $1,200.00) 494.74
Auglýsingasöfnun 313.37 1,051.36
Tímarit, 43. árg.: Prentun á ritinu 1,200.00
Auglýsingasöfnun 38.80 1,238.80
$1,511.66
$ 550.49
155.00