Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 111

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 111
ÞINGTÍÐINDI 93 glöð til stórra starfa í krafti ættar sinnar og uppruna. Sambandið milli íslands og Ameríku mun verða fjölbreytilegra og skemmti- legra, eftir því sem árin líða. Það er gagnlegt, fróðlegt og skemmtilegt fyrir Vestur-íslendinga að kynnast fslandi. Það er aðeins 1/9 hluti af British Col- umbia, og ræktanlega landið er aðeins á stærð við Winnipegvatnið, en í svo ] itlu landi er náttúran ótrúlega fjöl- breytileg. Straumar nútíma framfara hafa að sjálfsögðu ekki farið framhjá fslandi fremur en öðrum löndum, og þær fram- farir hefur fólk af íslenzkum ættum í Vesturheimi gaman af að sjá. Verzlunarviðskipti milli íslands og Vesturheims, hafa aldrei verið meiri en nú. Lán til allra stórframkvæmda á ís- landi eru tekin í Bandaríkjunum, fjöldi nefnda frá íslenzkum atvinnuvegum þiggja heimboð Bandaríkjastórnar ár- lega, til að kynnast landi, þjóð og at- vinnuháttum. Daglegar loftsamgöngur eru á milli landanna og skipaferðir tíðar, ennfrem- ur hafa flutzt til Bandaríkjanna hundruð ef ekki þúsundir af glæsilegu fólki á undanförnum áratugum. Þar eru: Fiskimenn, flugfreyjur, fegurðardísir, framkvædarstjórar, læknar, leikarar og listamenn allskonar. Prestar, prentarar og prófessorar samanber Beck og Bessason Bjarnar og Einarsson. Þorbjörnsson, Gunnarsson ásamt görpum fleirum. Ennfremur stundar fjöldi af ungum mönnum og stúlkum árlega nám í Bandaríkjunum. Þetta fólk flytur ís- land með sér, hvar sem það fer. íslenzk tunga er skilin og töluð víðar en nokkur veit. Eitt kvöld var ég hér í spítalanum, að raula haustkvöld eftir Steingrím Thor- steinsson. Morguninn eftir bar hjúkrun- arkonan mér kveðju frá manni í her- berginu hinum megin við ganginn, sem sagðist hafa heyrt mig vera að kveða á íslenzku. Hann og kona hans tala prýðilega íslenzku bæði fædd hér í Kanada. Það er mikið og veglegt verkefni, sem þjóðræknisþingið hefir að vinna, og mun fara vaxandi eftir því sem tímar líða. Ég óska því heilla í öllum þess störfum, utan þings og innan. Með beztu kveðjum Eiríkur Sverrir Brynjólfsson. Þingheimur fagnaði kveðjunni með lófataki og lét í ljós árnaðaróskir til handa sr. Eiríki. Þessu næst ræddi frú Marja um minjasafn Þjóðræknisfélagsins og gaf munnlega skýrslu um það mál. Nokkuð var rætt um, hvort ekki myndi unnt að fá safninu stað í viðbyggingu elliheimilisins Betel á Gimli. Frú Hólm- fríður Danielson gerði að tillögu sinni, að^ kosin yrði milliþinganefnd 1 þetta mál, og ættu nefndarmenn búsetu í Winnipeg. Þessi tillaga var studd og samþykkt, en í nefndinni eiga sæti: Jakob F. Kristjánsson skjalavörður Þjóðræknisfélagsins formaður nefndar, Mrs. Kristín Johnson og Mrs. Hólmfríður Danielson. Forseti þakkaði Mrs. Björn- son dyggilegt starf í þágu minjasafns- málsins á liðnum árum, en frúin hafði áður skorazt undan að taka endurkosn- ingu. Fimmti fundur hófst kl. 10 f.h. miðvikudaginn 21. febrúar 1962. Fundargjörð síðasta fundar var lesin upp og samþykkt. Guðmann Levy flutti því næst skýrslu fj ármálanefndar. Nefndarálit fjármálanefndar Að athuguðu máli leggur nefndin til: 1. Að f j árhagsskýrslur embættismanna séu samþykktar, eins og þær liggja fyrir og að féhirði sé heimilað að greiða af höndum fé, þegar það er fyrir hendi. 2. Að þingið feli væntanlegri stjórn- arnefnd að greiða $500.00 til styrktar Lögbergi-Heimskringlu fyrir árið 1962. 3. Að fulltrúa frá deildunum „Strönd- in“ í Vancouver og deildinni „Aldan“ í Blaine, Wash., frú Marju Björnson, séu greiddir $50.00 upp í ferðakostnað á þingið. 4. Að stjórnarnefnd verði falið að greiða Skógræktarfélagi fslands 25 kana- díska dali sem ársgjald 1962. 5. Að öllum óafgreiddum tillögum um fjármál verði vísað til væntanlegrar st j órnarnef ndar. Á þjóðræknisþingi 20. febr. 1962. Guðmann Levy Jafeta SkagjörS Gísli S. Gíslason. Flutningsmaður lagði til, að nefndar- álitið yrði tekið fyrir, lið fyrir lið. Sú tillaga var samþykkt. Allir liðir hlutu samþykki, svo og nefndarálitið í heild sinni. Grettir L. Johannson flutti sérstakt álit st j órnarnef ndar varðandi útgáfu Tímaritsins, og fer sú álitsgjörð hér á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.