Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA lengstum á Landsbókasafninu, þar sem hann kynnti sér bækur og hand- rit. Um haustið hélt hann áfram námi í Harvard-háskóla, hafði nú snúið baki við guðfræðinni en helg- aði sig allan mannfræðinni, sem nú hafði tekið huga hans föstum tökum. Hann hlaut námsstyrk frá Peabody- safninu, en auk þess vann hann fyrir sér sem fréttaritari Bosíon Trans- cript. Næsta sumar (1905) fór hann aðra ferð sína til íslands, að þessu sinni í vísindalegum erindum. Var ferð þessi að nokkru leyti farin á veg- um Peabody-safnsins, en tveir skóla- bræður hans, John Hastings og Louis de Milhau, sem voru með í ferðinni, stóðu einnig fjárhagslega að henni. Dvöldu þeir félagar nærri þrjá mánuði á íslandi og ferðuðust víða um landið. „I þeirri ferð fór Vilhjálmur meðal annars út í Haf- fjarðarey, að ráðum séra Einars Friðgeirssonar á Borg, til þess að skoða gamla kirkjugarðinn þar, sem sjór var þá að brjóta, svo að manns- bein lágu þar sem hráviði. Þaðan höfðu þeir með sér 86 hauskúpur og nokkuð af beinum, en fundu enga beinagrind heila. Þetta beinasafn var síðan sent til Harvard-háskóla og síðar varðveitt við Peabody-safnið. Varð það frægt fyrir það, að ekki fannst ein einasta skemmd tönn í hauskúpum þessum öllum. Sýnir það, að tannskemmdir hafa verið ó- þekkt fyrirbrigði á íslandi allt fram til siðaskipta.“ (Úr æviminningu Vilhjálms í Morgunblaðinu 28. ágúst 1962). I sambandi við frásögn sína um umrædda íslandsferð þeirra félaga í bók sinni um Vilhjálm Stefánsson: Prophei of ihe Norih (1941), segir Earl Parker Hanson, höfundur henn- ar, að til þeirrar staðreyndar, að engar skemmdar tennur hafi fund- izt í hauskúpunum í Haffjarðarey, megi, ef til vill, rekja uppruna ævi- langs áhuga Vilhjálms á mataræði og sambandi mataræðis og heilsu- fars, en á því sviði gerði hann síðar mjög merkilegar rannsóknir og rit- aði merkisrit um þau efni. Segja má, að þessar ferðir Vil- hjálms til ættlands síns hafi verið forspil að víðtækum rannsóknar- ferðum hans á Norðurslóðum. Og það var einmitt grein, sem Vilhjálm- ur hafði skrifað um fund Grænlands og landnám íslendinga þar til forna í ameríska tímaritið American Anihropologisi, er varð til þess, að honum bauðst þátttaka í íshafsleið- angri undir forystu bandaríska vís- indamannsins Ernest de Koven Lef- fingwell og Danans Einars Mikkel- sen, og var förinni heitið til Vikt- oríueyjar við austurströnd Kanada til þess að rannsaka vísindalega eðli og lífsháttu óþekktra Eskimóa á þeim slóðum. Tók Vilhjálmur þessu boði, en hvarf frá Afríkuferð sinni. Var hér um hina örlagaríkustu á- kvörðun að ræða, er gjörbreytti framtíðarstarfi hans og æviferli. Var það snemma vors árið 1906, að hann lagði upp í þennan fyrsta leiðangur sinn á Norðurslóðir, og var það hugmyndin, að hann og félagar hans mættust á Herschel- eyju, en svo fóru leikar, að skip félaga Vilhjálms náði þangað eigi áður en vetur gekk í garð. Einn og nærri févana var hann nú strand- aður norður þar. Vafalaust hefði hann getað leitað á náðir Lögreglu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.