Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA steinöldinni, heldur steinöldin sjálf. Hér voru steinaldarmenn með sömu verkfæri, sömu hugsanir, sömu framkomu og forfeður vorir endur fyrir löngu. Hér iþurfti ég ekki að vera með neinar getgátur, heldur aðeins að nota sjón mína og heyrn. Fólkið var hið alúðlegasta, bæði menn og konur, tók okkur opnum örmum, bauð okkur inn í híbýli sín og talaði við okkur. Málið var ekki frábrugðnara máli Mackenzie-Eskimóa en svo, að við skildum strax hverir aðra og töluð- um saman fullum fetum. Það mun sjaldan hafa borið við í sögunni, að fyrsti hvíti maðurinn, sem kemur til frumstæðs fólks, talar við það á móðurmáli þess. Því var þessi við- burður alveg sérstakur fyrir mig. Við gátum strax farið að ræða um sameiginleg áhugamál og áður en langt um leið var ég orðinn sem einn af þeim.“ Vilhjálmur heldur áfram frásögn sinni, og kemur nú að þeirri hlið málsins, sem snýr að okkur íslend- ingum: „Síðustu ár höfðu verið erfiðir tímar hjá þessum kynflokki. Áður fyrri hafði mikið verið dansað hjá þeim og áttu þeir margar trumbur. Nú var ekki til nema ein trumba. Glaðasólskin var og hlýtt veður, og meðan verið var að koma upp hús- inu (danshúsinu), hljóp einn þeirra heim eftir trumbunni. Þá hófst skemmtunin og söng ung stúlka fyr- ir okkur og var trumban knúð undir söng hennar. Nokkuð var þetta með öðrum hætti en hjá hinum vestlæg- ari Eskimóum. Söngljóðin voru mis- jöfn, en hún fór mjög vel með þau. Eitt þeirra virtist mér að kveðandi líkjast norrænu fornskáldakvæði. Sjálf var stúlkan nokkuð ljós yfirlit- um, af Eskimóa að vera, með langa og granna fingur, sem annars er ekki að finna nema hjá Alaska-kynblend- ingum. Hér datt mér allt í einu í hug norrænu landnemarnir á Græn- landi, og kem ég að því efni seinna.“ Tilgáta Vilhjálms um uppruna þessara „hvítu“ Eskimóa, vakti, að vonum, á sínum tíma geysimikla athygli og jafnframt deildir meðal vísindamanna, en hugkvæmni lýsir tilgáta þessi, hvað sem öðru líður, og Vilhjálmur rökstuddi hana ítar- lega í ritum sínum. Hún varð Guttormi skáldi Gutt- ormssyni tilefni gamanljóðsins „Hvítir Eskimóar", sem að vísu er aðeins tvö vísuorð, en smellin og snjöll: Eftir Vilhjálms utanför til Eskimóa hvítu fólki fór að snjóa. Fyrir nokkrum árum urðum við Vilhjálmur samferða á járnbrautar- lest frá Fargo til Grand Forks í N. Dakota. Bar margt á góma, og meðal annars bárust „hvítu“ Eskimóarnir í tal. Minnti ég Vilhjálm á ofan- nefndar ljóðlínur Guttorms og fór með þær. Hafði Vilhjálmur mjög gaman af þeim og bað mig að senda sér þær, og gerði ég það í bréfi stuttu síðar. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, að Guttormur skáld kann manna bezt að meta hin miklu afrek Vilhjálms, og vel er Nýja-ísland sæmt af þeim sonum sínum, skáld- bóndanum víðkunna og stórbrotna á Víðivöllum við íslendingafljót og landkönnuðinum mikilhæfa og heimsfræga, Vilhjálmi frá Hulduár- hvammi í Ámesbyggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.