Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
„Þið haldið nú hátíðlegt afmæli
landnáms, sem haft hefir sterk áhrif
á líf okkar allra. Þau áhrif hafa,
hvað flesta snertir, verið okkur til
blessunar. Ég er að minnsta kosti
þakklátur fyrir það, að þau ár mín,
er ég var næmastur fyrir áhrifum,
átti ég heima í nágrenni Mountain,
einmitt á sjálfum frumbyggjaárun-
um.“ (Bréfið er birt á ensku í
Minningariii um 50 ára landnám ís-
lendinga í Norður-Dakoia, Winni-
peg, 1929).
En einkum ritar Vilhjálmur ítar-
lega og eftirminnilega um æskuár
sín í N.-Dakota í upphafskaflanum
„Undirbúningur undir lífsstarf sem
landkönnuður“ í bók sinni Veiði-
menn á hjara heims, en það er þýð-
ing á bók hans Huniers of ihe Greai
Norih (1922), og jafnframt fyrsta
bindið (1937) af Ferðabókum hans,
sem Ársæll Árnason, bóksali í
Reykjavík, sneri á íslenzku og gaf
út. Vilhjálmur fluttist, sem fyrr
greinir, með foreldrum sínum frá
Manitoba til N.-Dakota árið 1881, er
hann var innan tveggja ára, og far-
ast honum þannig orð um fyrstu
ár sín suður þar:
„Uppvaxtarár mín, hin næstu tíu,
voru á bændabýli í Norður-Dakota
og varð ég á veturna að labba 4—5
km. í sveitaskólann, sem á þeim tím-
um stóð aðeins stuttan tíma ársins.
En aðrir skólar voru til, í ýmsar átt-
ir frá bænum okkar, og stundum
tókst mér það, þegar einn skólinn
hætti, að komast að nokkrar vikur
í öðrum skóla, þegar það féll ekki
á sama tíma að kennslu væri haldið
uppi í þeim.
Eftir að faðir minn dó var jörðin
seld og ég varð nú kúreki (cowboy)
næstu fjögur árin, úti í óbyggðunum
(wild land), en svo nefndum við
preríur þær, sem ekki var farið að
taka til ræktunar. Næstu nágrannar
okkar voru 20—25 km. í burtu í ýms-
ar áttir frá norðaustri til suðausturs,
en hve langt var til næsta nágranna
í vestri vissi ég aldrei; það gat hafa
verið 200—300 km.“
„Víðáttumiklu slétturnar voru
fyrir mér hið fyrirheitna land ævin-
týranna," segir Vilhjálmur ennfrem-
ur, en metnaði sínum á þessum ár-
um lýsir hann þannig:
„Fyrsta framaþrá mín, það ég bezt
get munað, var að líkjast Buffalo
Bill og drepa Indíána. Það var með-
an ég var drengur heima í föður-
garði. Þegar ég varð kúreki og fór
að stæla Buffalo Bill í klæðaburði,
stakk skammbyssunni í beltið á
hverjum morgni, rétt eins og hún
ti'lheyrði hinum nauðsynlega fatnaði
mínum, breyttist þetta hjá mér og
nú varð Róbinson Krúsoe fyrir-
myndin. Þetta hefir ekki horfið hjá
mér síðan. Þegar ég tuttugu árum
síðar fann áður óþekkt lönd og steig
fæti mínum á eyjar, sem mannsfót-
ur hafði aldrei stigið á áður, fann
ég til hinnar sömu barnslegu gleði
og á drengjaárunum, er mig dreymdi
um það að ég flyti á skipsflaki að
landi á minni eigin eyju eða heim-
sækti Róbinson Krúsoe á sinni
eyju.“
Síðar gerir Vilhjálmur grein fyrir
því, hvernig reynsla hans í N.
Dakota, veiðiferðir af ýmsu tagi og
þá eigi síður baráttan við veðurfar-
ið, geysilega sumarhita annars vegar
og vetrarhörkur á hinn bóginn, hafi
í reyndinni orðið honum hinn á-
kjósanlegasti undirbúningur undir