Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 25
SKÁLD ATHAFNANNA
7
Vilhjálms má ennfremur á það
minna, að Ingibjörg móðir hans var
systir séra Gísla Jóhannessonar, er
var á sinni tíð einn Fjölnismanna
og meðútgefandi Nýrra félagsriia
(Smbr. grein dr. Jóns Dúasonar
„Vilhjálmur Stefánsson og Ultima
Thule“, Eimreiðin, júlí-september,
1943).
Af sjö börnum þeirra Jóhanns
Stefánssonar og Ingibjargar, en þrjú
dóu í æsku, er nú aðeins eitt á lífi,
Mrs. Sigurrós (Rósa) Josephson í
Mozart, Saskatchewan, en nána ætt-
ingja á Vilhjálmur á íslandi, meðal
þeirra er föðurbróðir hans, Stefán
Stefánsson bóndi á Svalbarði við
Eyjafjörð, nafnkunnur athafnamað-
ur, háaldraður, en óvenjulega ern
eftir aldri, bæði andlega og líkam-
lega. Er sterkt ættarmót með þeim
frændum, honum og Vilhjálmi.
Ennfremur lifir Vilhjálm ekkja
hans, frú Evelyn Stefánsson, ung-
verskrar ættar, glæsileg gáfukona,
sem var manni sínum önnur hönd í
starfi hans, en þau höfðu verið gift
í rúm 20 ár. Hún er einnig kunnur
rithöfundur, og hefir gefið út þess-
ar bækur: Here is Alaska (ný og
endurskoðuð útgáfa 1958), Wiihin
ihe Circle, Poriraií of ihe Arciic, og
Here is ihe Far Norih. Hún fór ýms-
ar ferðir með manni sínum, meðal
annars til Grænlands 1953 og áður
til íslands 1949. Ein sér ferðaðist
hún til Alaska 1957 og til Síberíu og
víðar í Sovíetríkj unum 1959. Hún
hefir kennt heimskautslandafræði á
Dartmouth College og flytur fram-
vegis fyrirlestra um Norðurlönd í
landfræðideild skólans. Hún hefir
einni'g síðan 1939 verið bókavörður
Stefánsson safnsins í Dartmouth
(Stefansson Collection) og hefir um-
sjón með fyrirlestrahöldum um
heimskautslöndin af safnsins hálfu,
en þess verður nánar getið síðar.
Frú Evelyn er félagi í ýmsum fræði-
og rithöfundafélögum, svo sem The
Society of Women Geographers and
The Author’s Guild.
Vilhjálmur ólst upp fram undir
tvítugsaldur í íslenzku byggðinni í
N.-Dakota, á landnámstíð hennar,
þegar þar var enn að miklu leyti
„óbyggðar landrýmið stóra“, sléttan
víðfemt eyðimerkur haf; jafnframt
kynntist hann af eigin raun baráttu
frumbyggjanna, örðugleikum þeim,
er þei'r áttu við að glíma, og kröpp-
um kjörum þeirra fram eftir árum.
Mótaði æskuumhverfi hans og sú
barátta hann með mörgum og var-
anlegum hætti, og var honum um
leið ágætur undirbúningur undir
ferðir hans og langdvöl í heim-
skautslöndunum, en þar urðu að
sjálfsögðu margvíslegir erfiðleikar
og vandkvæði á vegi hans. Sjálfur
var Vilhjálmur sér þess vel meðvit-
andi, hve djúptæk áhrif æskustöðv-
ar hans í N.-Dakota og frumbyggja-
lífið þar höfðu haft á hann, og kunni
hann að meta það að verðleikum,
eins og hann lét í ljós bæði í ræðu
og riti.
Um það efni fór Vilhjálmur eftir-
farandi orðum í mjög athyglisverðu
bréfi, sem hann sendi æskuvini sín-
um og skólabróður (á háskólaárun-
um í Grand Forks), Guðmundi
Grímsson, þáverandi héraðsdómara
og síðar dómstjóra Hæstaréttarins í
N.-Dakota, í tilefni af 50 ára afmæli
íslenzka landnámsins þar í ríkinu,
sem hátíðlega var haldið að Moun-
tain, 1. og 2. júlí 1928.