Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 25
SKÁLD ATHAFNANNA 7 Vilhjálms má ennfremur á það minna, að Ingibjörg móðir hans var systir séra Gísla Jóhannessonar, er var á sinni tíð einn Fjölnismanna og meðútgefandi Nýrra félagsriia (Smbr. grein dr. Jóns Dúasonar „Vilhjálmur Stefánsson og Ultima Thule“, Eimreiðin, júlí-september, 1943). Af sjö börnum þeirra Jóhanns Stefánssonar og Ingibjargar, en þrjú dóu í æsku, er nú aðeins eitt á lífi, Mrs. Sigurrós (Rósa) Josephson í Mozart, Saskatchewan, en nána ætt- ingja á Vilhjálmur á íslandi, meðal þeirra er föðurbróðir hans, Stefán Stefánsson bóndi á Svalbarði við Eyjafjörð, nafnkunnur athafnamað- ur, háaldraður, en óvenjulega ern eftir aldri, bæði andlega og líkam- lega. Er sterkt ættarmót með þeim frændum, honum og Vilhjálmi. Ennfremur lifir Vilhjálm ekkja hans, frú Evelyn Stefánsson, ung- verskrar ættar, glæsileg gáfukona, sem var manni sínum önnur hönd í starfi hans, en þau höfðu verið gift í rúm 20 ár. Hún er einnig kunnur rithöfundur, og hefir gefið út þess- ar bækur: Here is Alaska (ný og endurskoðuð útgáfa 1958), Wiihin ihe Circle, Poriraií of ihe Arciic, og Here is ihe Far Norih. Hún fór ýms- ar ferðir með manni sínum, meðal annars til Grænlands 1953 og áður til íslands 1949. Ein sér ferðaðist hún til Alaska 1957 og til Síberíu og víðar í Sovíetríkj unum 1959. Hún hefir kennt heimskautslandafræði á Dartmouth College og flytur fram- vegis fyrirlestra um Norðurlönd í landfræðideild skólans. Hún hefir einni'g síðan 1939 verið bókavörður Stefánsson safnsins í Dartmouth (Stefansson Collection) og hefir um- sjón með fyrirlestrahöldum um heimskautslöndin af safnsins hálfu, en þess verður nánar getið síðar. Frú Evelyn er félagi í ýmsum fræði- og rithöfundafélögum, svo sem The Society of Women Geographers and The Author’s Guild. Vilhjálmur ólst upp fram undir tvítugsaldur í íslenzku byggðinni í N.-Dakota, á landnámstíð hennar, þegar þar var enn að miklu leyti „óbyggðar landrýmið stóra“, sléttan víðfemt eyðimerkur haf; jafnframt kynntist hann af eigin raun baráttu frumbyggjanna, örðugleikum þeim, er þei'r áttu við að glíma, og kröpp- um kjörum þeirra fram eftir árum. Mótaði æskuumhverfi hans og sú barátta hann með mörgum og var- anlegum hætti, og var honum um leið ágætur undirbúningur undir ferðir hans og langdvöl í heim- skautslöndunum, en þar urðu að sjálfsögðu margvíslegir erfiðleikar og vandkvæði á vegi hans. Sjálfur var Vilhjálmur sér þess vel meðvit- andi, hve djúptæk áhrif æskustöðv- ar hans í N.-Dakota og frumbyggja- lífið þar höfðu haft á hann, og kunni hann að meta það að verðleikum, eins og hann lét í ljós bæði í ræðu og riti. Um það efni fór Vilhjálmur eftir- farandi orðum í mjög athyglisverðu bréfi, sem hann sendi æskuvini sín- um og skólabróður (á háskólaárun- um í Grand Forks), Guðmundi Grímsson, þáverandi héraðsdómara og síðar dómstjóra Hæstaréttarins í N.-Dakota, í tilefni af 50 ára afmæli íslenzka landnámsins þar í ríkinu, sem hátíðlega var haldið að Moun- tain, 1. og 2. júlí 1928.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.