Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 34
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ennfremur fórust Peary þannig orð: „Afrek Vilhjálms eru í iþví fal- in, að hann hefir lært það, hvernig ætti að haga sér á Íshafs-svæðunum og notfært sér þekkingu sína stig af stigi. Hann hefir reynt og prófað þangað til hann vissi, hvernig fara átti að við hvert viðfangsefni sem var á íshafssvæðunum. Starfsað- ferð hans var sú að nota heila og gáfur, þol og viljaþrek hvítra manna og auka þar við veiðilist, eða, ef svo mætti að orði komast, heimskauts- list Eskimóa — að komast á það lag að lifa af því, er svæði þau, sem hann fór um, höfðu að bjóða, að geta notfært sér hvaðeina það, sem hægt var að afla sér innan um ísauðnir og fannkyngi — og jafnframt að framkvæma þau rannsóknarstörf, er hann ætlaði sér.“ Hér er ágætlega lýst grundvall- andi kenningum Vilhjálms og starfsaðferðum hans á Norðurslóð- um, og hér kemur einnig fram það meginatriði í landkönnunarferðum hans, að hann beitti alltaf vísinda- legum aðferðum í þeim ferðum sín- um. Enda er það haft eftir honum, að þegar hann var að því spurður, og það kom oft fyrir, hvers vegna hann hefði ekki farið alla leið til Norðurheimskautsins, þá hafi hann svarað: „Ég er vísindamaður en ekki ferðamaður." Þar sem sögulegur umræddur leið- angur Vilhjálms var farinn á vegum Kanadastj órnar, fer vel á því að minna á eftirfarandi ummæli Sir Roberts Laird Borden, þáverandi forsætisráðherra Kanada: „Sá hefir orðið árangur leiðang- ursins meðal annars, að við Kanada hefir verið bætt landsvæðum svo þúsundum ferkílómetra skiftir, mik- ið og stórmerkilegt efni fyrir vís- indin hefir verið unnið, víðáttu- mikil, óþekkt svæði hafa verið rann- sökuð og mörgum villukenningum verið eytt viðvíkjandi landsháttum í norðurvegi.“ (Ofangreindar tilvitn- anir eru teknar úr inngangsköflun- um í þýðingu Ársæls Árnasonar að fyrsta bindi rits Vilhjálms Heim- skaulslöndin unaðslegu (The Friendly Arcíic), 1938). Á Víðtækum ferðum sínum og í hinni löngu dvöl norður í heim- skautslöndunum komst Vilhjálmur oft í krappan dans, og var marg- sinnis talinn af. Sem betur fór, komst hann þó jafnan heill á húfi úr þeim heljargreipum. IV. Vilhjálmur hætti rannsóknarferð- um sínum á norðurvegum árið 1918, þegar hann var innan við fertugt, og helgaði síðan fágæta starfskrafta sína, í ræðu og riti, þeirri þörfu við- leitni að fræða umheiminn um heim- skautslöndin, hina miklu möguleika þeirra og þær orku- og auðlindir, sem þau búa yfir. Sú bók hans um það efni, sem vakið mun hafa mesta athygli, var The Friendly Arclic (Heimskautslöndin unaðslegu), er fyrr var nefnd. Útkoma þeirrar bók- ar á enskunni (1921) vakti jafnframt miklar deilur, því að hinar nýju kenningar Vilhjálms um heim- skautslöndin, sem hann vegsamaði í þessari bók sinni og öðrum ritum og ræðum, brutu algerlega í bág við hefðbundnar skoðanir og rótgróna hleypidóma í þeim efnum, og varð hann því fyrir hörðum árásum af hálfu fylgjenda þeirra skoðana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.